Nú verður maður að uppfæra

bootcamp

Þar fór það. Ég sem var búinn að segjast ætla láta Apple Powerbook vélina mína duga mér a.m.k. út árið. Nú koma Apple menn með líka þetta snilldar útspil. Í næstu útgáfu af MacOs X (10.5) verður innbyggður sá möguleiki að ræsa upp á Windows XP líka! Og ekki nóg með það. Ef maður á Intel makka í dag getur maður sótt Bootcamp til að byrja strax að prufukeyra betuna af dýrðinni.
Það eru reyndar skiptar skoðanir um þetta á umræðuvef Apple á Íslandi. Sumir eru ekki par hrifnir af þessu og tala um öryggismálin. Mér finnst þetta alger snilld. Frábært að geta ræst upp í báðum stýrkerfum. Ég er alltaf að prófa eitthvað sem er bara til PC megin. Þetta er schnilld!

3 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *