Rétt staðsetning fyrir Camera Raw plugin

ACR pluginÉg fæ ófá símtöl eða e-mail þegar einhver sem ég þekki hefur fengið sér nýjustu stafrænu myndavélina eða hefur þurft að setja upp Photoshop CS2 aftur. Málið er að þá getur maður þurft að setja inn nýja útgáfu af Camera Raw plugin til að geta séð myndirnar í Adobe Bridge og/eða til að geta unnið þær í Camera Raw. Adobe uppfærir Camera Raw plugin yfirleitt mjög fljótlega eftir að stóru framleiðendurnir hafa komið með nýja vél á markað. Þessi plugin má sækja hér fyrir Windows og hér fyrir Mac.

En það er ekki nóg að sækja draslið heldur þarf að innsetja þetta plugin á réttan stað. Hér eru slóðirnar sem þið skulið styðjast við:

Windows: Program Files/Common Files/Adobe/Plug-Ins/CS2/File Formats
Mac: Library\Application Support\Adobe\Plug-Ins\CS2\File Formats

Og að lokum þetta. Ef þið hafið verið að reyna að skoða Raw myndir frá nýju vélinni og bara fengið upp Photoshop icon í stað thumbnail mynda þurfið þið að hreinsa Cache minnið fyrir þær möppur í Adobe Bridge. Annars haldið þið áfram að sjá þessi Photoshop icon. Til að hreinsa Cache minnið veljið þið (í Bridge): Tools/Cache/Purge Cache for This Folder (sjá hér að neðan)

Purge cache

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *