Of mikið vinnsluminni?

ramHingað til hefur það verið talin regla að ekki sé hægt að vera með of mikið vinnsluminni í tölvum. Því meira vinnsluminni, því hraðvirkari og betri tölva fyrir myndvinnslu. Eða hvað?

Ég uppfærði Mac G5 dual 2.7GHz turninn minn í 8GB vinnsluminni og þvert á það sem ég átti von á hægði á vinnslu í Photoshop, sérstaklega þegar ég var að vinna með burstatólin eins og healing brush. Ég hélt að ég væri að verða eitthvað skrítinn, en þegar ég fór að skoða málið kom í ljós að ég var langt frá því að vera einn um þetta vandamál.

Ástæðan fyrir þessu er galli í MacOs X stýrikerfinu varðandi meðhöndlun á sýndarminni í Macintosh tölvum með yfir 4GB vinnsluminni. Adobe vissi um málið en þar til fyrir skömmu var eina ráðið frá þeim að fara ekki upp fyrir 4GB vinnsluminni. Svo lengi sem hún var ekki með meira en 4GB var vandamálið ekki til staðar og því var lausnin að fjarlægja minnið aftur. Frábær lausn – eða þannig.

Samkvæmt John Nack hjá Adobe er plástur á leiðinni. Um er að ræða viðbót eða plugin sem mun plata Photoshop þannig að forritið sér aðeins 4GB af vinnsluminni. Adobe segir að vandamálið liggi í stýrikerfinu en ekki forritinu. Þetta plugin er ekki komið út, en það verður tilbúið á næstu dögum samkvæmt Adobe. Umræður um þennan vanda hafa stigmagnast undanfarnar vikur enda margir komnir vel yfir 4GB í vinnsluminni. Engin formleg svör hafa enn komið um hvernig nákvæmlega þetta plugin mun virka og hvernig það hefur hugsanlega önnur áhrif á forritið. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með þróuninni og hvort næsta stóra útgáfa af MacOs X (10.5) muni leiðrétta gallann. Ég mun pósta inn krækju á þetta plugin um leið og það er komið út frá Adobe.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *