Plásturinn kominn

plasturPhotoshop CS2 á Macintosh tölvum getur að hámarki notað í kringum 3.5GB vinnsluminni. Þegar skjölin eru stærri en 3.5GB skrifar forritið upplýsingarnar í scratch minnið á harða disknum og upplýsingarnar fara beint á milli vinnsluminnis og harða disksins. En ef tölvan er með meira en 4GB vinnsluminni verður auka vinnsluminnið að biðminni eða buffer fyrir scratch skrána. Það er þessi aðgerð sem er að framkalla ákveðið hik, sérstaklega þegar unnið er með burstana í Photoshop. Vandamálið liggur í stýrikerfinu og meðhöndlun á vinnsluminni en ekki í Photoshop.

Þetta plug-in breytir hegðun Photoshop á þann hátt að það virkar líkt og vinnsluminnið sé ekki stærra en 4GB. Á sama tíma og það leysir vandamálið varðandi burstana er ekki mælt með því að setja það inn ef notandinn vinnur mikið með mjög stórar skrár. Þá er hraðatapið almennt miklu meira miðað við að lifa með þessu hiki á stýrikerfinu þegar við erum að fullnýta vinnsluminnið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *