Dótadagur

dotadagur1

Ég tók forskot á sæluna. Sumargjöfin í ár kom degi fyrr en vanalega. Ég fékk fimmuna í dag og er bara mjög sáttur við hana. Ég var áður með 20D sem varavél en var aldrei almennilega sáttur við hana. Það var of mikill munur á henni og 1Ds Mark II sem er aðalvélin mín. Sumum finnst kannski nóg um að eiga eina rándýra stafræna myndavél, en það er brjálæði að stóla bara á eina myndavél þegar maður hugsar út í það. Auk þess kemur sér afar vel að hafa tvö hús í myndatökum, sérstaklega í brúðar- og loftmyndatökum.
Fimman virkar mjög vel smíðuð og gefur 1Ds Mark II lítið eftir. Ég hugsa að í 90% tilvika myndi maður ekki sjá neinn mun. Ég hafði nú ekki mikinn tíma í dag til að leika mér en náði þó að smella af smá páskaskrauti og e-h af guttanum mínum honum Ara Carli, en hann var að lesa Bubba byggir eftir hressandi baðið…

dotadagur2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *