Panorama mania

Jæja þá kom loks að því. Ég hafði tíma til að skoða panorama tólin sem hann Óli Haralds sýndi mér þegar hann kom við í kaffi um síðust jól! Óli var hjá mér á námskeiði sem ég kenndi við NTV. Hann hefur tekið þó nokkrar svona stórar panorama myndir sem eru settar saman úr mörgum römmum. Ég hef lengi ætlað að kafa ofan í þetta því þegar ég ferðast er ég oftast með stafræna settið plús nokkrar filmuvélar. Þá hafa það helst verið panoramavélarnar mínar sem hafa farið með ásamt þeim stafrænu. Mér hefur ekki fundist það stafræna verið að gera sig þegar það kemur að víðum landslagsmyndum. Bara ekki nóg upplausn til að smáatriðin sjáist vel þegar tekið er úr e-h fjarlægð og eins eru víðu linsurnar frekar óskarpar út í kantana. Ég hafði því hugsað mér að ef þetta virkaði nógu vel gæti ég látið stafrænu vélarnar nægja í næsta fjölskyldufríi þar sem plássið í bílnum er takmarkað þegar maður á þrjá gríslinga að auki!

panomania

Við fórum upp í Kjós um páskana, nánar tiltekið að Meðalfellsvatni en tengdó voru þar í bústað. Þar skaut ég nokkrar myndir í röð, allar teknar á upphátt format. Þessi mynd er útkoman úr því, þetta eru 6 myndir frá Canon EOS 1Ds MarkII sem eru settar saman úr einni röð. Þessi mynd er í fullri stærð 15270×5068 pixlar eða ríflega 70 Megapixlar. Það gerir um 220MB sem er mjög fínt jafnvel ef ég stækka hana upp í 1×3 metra. Óla og þessum þungavigtarmönnum finnst nú líklega ekki mikið til koma enda ekki óalgengt að fjöldi myndanna skipta tugum og séu í svona 2-3 röðum! Óli var búin að taka eina um daginn sem var samsett úr 90 myndum. Gallinn var bara sá að það tæki tölvuna hans um tvær vikur að setja myndina saman. En ég er fyrst og fremst að hugsa um að geta notað þessa tækni í stað panorama vélanna, ég er persónulega ekkert sérstaklega hrifinn af svona 360 gráðu eða ultrawide myndum.

Fyrir þá sem hafa áhuga þá nota ég sem sagt PTAssembler sem ég keypti á 39 USD. Svo notar það hjálparforritin Enblend og Autopano sem gerir samsetningarferlið nánast sjálfvirkt. Svo lengi sem maður vandar til verka við sjálfa tökuna þá virkar þessi samsetning mjög vel. Þessi forrit keyra öll á WinXP en fyrir þá sem eru hardcore makkamenn get ég bent á kekus.

2 thoughts

 1. Sæll Chris.

  Óli benti mér reyndar líka á [url=http://www.autopano.net/]Autopano Pro[/url], það er í raun fáránlega einfalt ferli í því en á víst ekki að vera eins nákvæmt en ég held að það megi oft bara eingöngu nota það, a.m.k. hefur það gengið vel upp hjá mér, meira að segja með erfiðar 20-50 mynda samsetningar. Ég var áður líka aðeins að fikta við þennan pakka sem þú ert með eftir að Óli rakst á það og benti mér á, þetta þrælvirkar. Áður hafði ég bara prófað að setja saman í einhverjum öðrum stitch forritum eins og t.d. Panorama Factory og svo líka í Photoshop.

  Mér skilst að þú hafir verið að fá þér góðan pano haus, er þetta ekki bara draumur? Ég og Óli ákváðum að prófa bara að panta ódýran panohaus sem ætti að virka betur en ekkert, það ætti að hjálpa við að overlappa jafnara á milli skota a.m.k. Hann ætti að vera væntanlegur til mín á næstu dögum að utan.

  Það væri gaman að sjá einhverjar samsetningar hjá þér í framtíðinni…

  kv. Arnar

 2. Sæll Arnar.
  Nei, ég var reyndar ekki búinn að fá mér pano haus. Ég keypti nýjan topp á Manfrotto kúluhausinn og L-plötu frá Really Right Stuff (það er linkur á síðunni). Svo fékk ég mér líka lítinn kúluhaus frá RRS fyrir minni þrífótinn minn og í framhaldi plötur fyrir Hasselblad, Linhof og FujiG617. Þannig að þetta er orðið samhæft fyrir allt dótið. Get ekki mælt nógu mikið með RRS dótinu. Er með L-bracket fyrir 5D á backorder hjá þeim.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *