Handbolti og The Big Moo

handbolti

Ég fór á handboltamót í dag þar sem Bjargey dóttir mín var að keppa með Fylki. Lýsismót Gróttu hét það víst. Svolítið langsótt að tengja Lýsi við handbolta, ég meina það er svo fitugt og svona. Eins og vanalega var myndavélin með í för. Ég hugsa oft um það hvað ég er heppinn að hafa þessa dellu að atvinnu. Hér má sjá fleiri myndir frá mótinu.

Á þessu móti var reyndar óvenju langt á milli leikja, fór alveg upp undir klukkustund. Það var því gott að hafa með sér góða bók. Ég hef verið að lesa bókina The Big Moo sem er samansafn stuttra greina eftir ríflega þrjátíu snillinga (að eigin sögn alla vega) og er ritstýrt af Seth Godin. Hlakka til að skoða meira eftir hann. Það er margt gott í bókinni sem hjálpar manni að ná betri fókus og skilja aðalatriðin frá aukaatriðunum. Þetta er samansafn af dæmisögum. Ég var pínu hræddur um að þetta væri alveg ægilega amerískt því ég hef áður komist í tæri við bækur eins og Chicken Soup for the Soul eða eitthvað svoleiðis. Var svo væmið að það hálfa var nóg. En þetta var sem betur fer ekkert slíkt. Undirtitillinn er líka góður > Stop Trying to be Perfect and Start Being Remarkable. Gott fyrir svona trommuheila eins og mig því ég er með netta fullkomnunaráráttu.

4 thoughts

  1. Láttu endilega vita þegar þú ert búinn með Godin hvernig bókin var. Er sjálfur að lesa aðra bók eftir kallinn og er nokkuð hrifinn.

  2. Ég kláraði reyndar The Big Moo á sunnudaginn á milli leikja. Þessi bók er ekki bara eftir Godin heldur er þetta safn greina eftir ríflega þrjátíu snillinga. Fín svona til að grípa í því greinarnar eru allar frekar stuttar og hentar því svona kleifhugum eins og mér Btw – þér er velkomið að fá bókina lánað hjá mér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *