Gleðilegt sumar – eða þannig

sumardagurinn

Já sumardagurinn fyrsti var á fimmtudaginn var. Ég fór meira að segja í skrúðgöngu, ef það er hægt að kalla fyrirbærið það. Ég hef staðið í fjölmennari biðröðum. En hvað nú um það börnin voru ánægð með þetta og þá er tilgangnum náð. Tók þessa mynd hér að ofan af syni mínum og “skrúðgöngunni”.

sumarsnjor

Það var ekki beint sumarlegt um að litast hér í Árbæjarhverfinu í morgun. Snjóinn tók reyndar fljótt upp þegar leið á daginn en núna seinnipartinn fór að snjóa aðeins aftur. Jú, jú sumarið er komið…

En að öðru en sumarsnjó. Ég var að skoða stórmerkilegar myndir á Netinu eftir tékkan Miroslav Tichý. Það sem gerir þennan listamann einstakan er að hann var bláfátækur og bjó til sínar eigin myndavélar út drasli eins og tindollum og glerjum úr barnagleraugum, blandaði framköllunar efnin sjálfur og ljósmyndaði svo nánast eingöngu konur í sínu daglega lífi. Hann bjó einugis til eitt print frá hverri filmu. Frakkinn Jacques-Henri Lartigue virðist hafa átt sama áhugamál og Tichý þó hann hafi ekki unnið á eins frumstæðan hátt. Báðir þessir menn voru eingöngu að ljósmynda fyrir sig sjálfa og myndir þeirra voru fyrst sýndar opinberlega þegar Lartigue var nálægt sjötugu og Tichý 79 ára. Michael Hoppen Gallery í London opnar sýningu á verkum þeirra þann 11. maí næstkomandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *