Adobe og Apple ekki lengur bestu vinir?

Ég held að það sé óhætt að segja að Adobe og Apple hafi haft töluvert gagn af hvort öðru í gegnum tíðina. En mér finnst ég vera farinn að sjá smá bresti í hjónabandinu. Apple ákvað að koma inn markaðinn sem Adobe hefur svo gott sem átt þegar þeir kynntu forritið Aperture. Adobe sló reyndar vopnin svolítið úr höndunum á Apple með því að gera Lightroom að public betu og Apple hefur nú þegar lækkað verðið á Aperture um nánast helming. vinskapurNú undanfarið hafa verið að koma upp svolítið furðuleg mál varðandi Photoshop CS2 á Mac. Um daginn fjallaði ég um hægaganginn sem verður þegar meira en 4GB vinnsluminni eru í tölvunum og nú er enn eitt málið komið upp. Eftir uppfærslu á Mac Os X stýrikerfniu í 10.4.6 hrynur Photoshop þegar notendur reyna að vista myndir á Netdrif! Í útskýringum hjá Adobe má lesa nettan pirring á milli línanna í textanum: “Note : Adobe does not support Mac OS issues. The following steps are provided as a courtesy only. If you have any questions about the steps, then please contact Apple technical support.”

Það er kannski engin tilviljun að Adobe er ekki að flýta sér neitt svakalega að uppfæra Photoshop í Universal útgáfu sem keyrir á fullum hraða á nýju Intel mökkunum? Samkvæmt þessari frétt er CS3 ekki að vænta fyrr en næsta vor. Og salan á nýju mökkunum hefur minnkað eins og lesa má hér.

3 thoughts

  1. Virkilega slæmar fréttir, passar einmitt því ég var að kaupa 30D og það er enginn stuðningur við þá vél í Camera raw, maður verður þá að skipta yfir í lightroom.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *