Adobe Lightroom og fleira

lightroomAdobe Lightroom er nýtt forrit sem Adobe ætlar ljósmyndurum. Það einfaldar allt vinnuflæðið frá a-ö á sama tíma og það býður upp á nýja möguleika sem ekki hafa sést áður. Lightroom vinnur ekki bara með RAW skrár heldur líka JPEG, TIFF og PSD. Vinnslan er “non-destructive” þannig að frummyndin skemmist ekki við breytingar sem notandinn gerir, heldur eru þær vistaðar í sér skrá og að vinnslu lokinni er útbúin ný útgáfa af myndinni (export). Adobe ákvað að gefa út svokallaða public betu og leyfa þannig áhugasömum að prófa forritið á meðan það þróast. Oftast eru svona beta-testarar e-h sérvalinn hópur ofurnörra. Ég hef aldrei skilið það því svoleiðis hópur á allt of margt sameiginlegt. Ekki misskilja mig ég er ekki með fordóma gagnvart ofurnörrum. Ég á við að það er miklu líklegra að þeir séu með stýrikerfið fullkomlega uppfært og alla drævera og þar fram eftir götunum og lenda síður í alvöru vandamálum. Public beta er eins og nafnið gefur til kynna fyrir almenning að prófa. Þannig fær Adobe reynslu á forritið frá breiðari hópi fólks sem hlýtur að skila sér í stöðugari og betri frumútgáfu.
lightroom_wed

Ég hef verið að prófa Lightroom undanfarið og um daginn vann ég í fyrsta skipti brúðkaupstöku í því. Myndina hér að ofan tók ég af þeim Önnu Maríu og Gunnari þann 15. apríl síðastliðinn. Möguleikarnir við að breyta myndum í svart/hvíttt eru mjög góðir í Lightroom. Þarna nýttust þeir við að ná góðum kontrast og á sama tíma halda teikningu í himninum. Ég myndi nota Lightroom mun meira en raun ber vitni ef stillingar á RAW skrám myndu vera samhæfðar Bridge og Camera Raw. Ennfremur eru skrárnar ekki samhæfðar við iView MediaPro sem ég nota til að halda utan um myndasafnið. En þar sem ég er svo mikill sökker fyrir svona nýju dóti varð ég samt að prófa þetta á einu alvöru verkefni. Í stuttu máli lofar Lightroom mjög góðu. Það eru enn nokkrir hnökrar en heilt yfir er ég mjög hrifin af flæðinu. Lightroom er í raun mun einfaldara uppbyggt en Photoshop, sem er orðið algert monster. Ég held því að Adobe sé að gera góða hluti fyrir þá sem eru að koma nýjir inn í stafræna ljósmyndun. Lightroom mun aldrei leysa Photoshop alveg af hólmi en fyrir marga ljósmyndara verður það líklegast alveg nóg. Það eru skemmtilegir möguleikar í stillingu á konstrastkúrvunni, og HSL-fínstillingar á litum. Einnig lofar prenthlutinn góðu og það er auðvelt að búa til slideshow með flash og html. Fyrir þá sem vilja kynna sér Lightroom betur þá er hér nokkrir góðir linkar:

NAPP’s Lightroom Learning Center
Michael Reichmann prófar Lightroom
Ian Lyons prófar Lightroom
Lightroom Beta Videos
Lightroom Tutorial

Enn sem komið er er einungis um Macintosh forrit að ræða en Windows útgáfa er væntanleg innan tíðar. Lightroom er Universal forrit sem þýðir að það er skrifað til að virka jafn vel á PPC og Intel mökkum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *