Aukin afköst?

Já það þurfti ekki að segja mér það tvisvar. Þegar ég var búinn að lesa að tveir skjáir myndu auka afköst um 20-30% þá var ég kominn með afsökun fyrir því að bæta við nýjum 23″ Apple Cinema flatskjá. Maður lætur nú ekki svona hvalreka fara framhjá sér. Ég meina ég var kominn með skotheld rök fyrir nýju dóti!thecave Ég hef nú reyndar áður prófað svona uppsetningu en þá var ég að nota stóra túpuskjái og þeir tóku svo rosalega mikið pláss að ég þurfti að vera með hálfgert fundarborð undir herlegheitin. Það var þegar ég var að læra úti í Danmörku og ákvað að færa út kvíarnar með náminu og stofnaði fyrirtækið Pixel Produktion. Ég var eiginlega bara með einn viðskiptavin, en hann var ekki af verri endanum. Ég var nefnilega svo lánsamur að fá vinnu sem aðstoðarljósmyndari hjá Grundfos, en höfuðstöðvarnar eru í bænum Bjerringbro sem liggur um 20km frá Viborg þar sem ég bjó. Grundfos er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu á vatnsdælum hvers konar og þeir eru með stórt studio og ljósmyndara í fullu starfi. Myndasafninu er miðstýrt frá Bjerringbro, en Grundfos eru með skrifstofur um allan heim. Á þessum árum (1998-99) var allt ennþá skotið á filmu, nánar tiltekið á 4×5″ blaðfilmu. Það þurfti því að senda allt í skönnun og litgreiningu til Arhus (Bjerringbro er nánast ekkert nema Grundfos verksmiðjurnar) og ég sá fljótt að ef ég myndi fjárfesta í alvöru græjum ætti ég að geta borgað þær fljótt niður með vinnu fyrir Grundfos. Yfirmaður minn var nágranni minn og henni fannst mjög þægilegt að geta fengið litgreiningar afgreiddar samdægurs, í stað þess að ferlið tæki í kringum tvo daga eins og áður. Ég ákvað því að kaupa Imacon Flextight Precision II, 21″ Lacie skjá með kvörðunarbúnaði og fleira dót og setti upp í gestaherberginu. Það fer nú mikið minna fyrir þessu í dag, þökk sé flatskjánum. Upplausnin sem ég fæ út úr þessum tveimur skjám er ca 3600×1400 pixlar sem er náttúrulega bara bjútífúl.

dualmonitors
Þessi mynd sýnir skjáplássið. Til vinstri er 23″ Apple Cinema og til hægri 20″. Það er ákaflega þægilegt að geta haft allar pallettur opnar, risa layers lista, channels, paths, history, actions, histogram fyrir RGB og Luminosity og meira til! En það eru fleiri kostir. Til dæmis þegar maður er að vinna í Bridge og Camera Raw þá er gott að hafa yfirlit í Bridge til hægri og Camera Raw gluggann á aðalskjánum. Kemur sér líka vel þegar unnið er í heimasíðum, umbroti og nánast bara öllu. Það er ljóst að þetta var ekkert bull með afköstin. Og ekki skemmir fyrir að fá nýtt dót…

One thought

  1. Auka skjár? Nógu flott var nú vinnuaðstaðan fyrir! Mig dauðlangar að eiga svona vinnuaðstöðu. En nei, ég fastur í cubicle-leiðindum dauðans…grenj!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *