Starbucks kaffi, London og Strætó

starbucksÉg gerði stórmerka uppgvötun um daginn. Hér á landi fæst Starbucks kaffi! Nei, það er ekki búið að opna Starbucks kaffihús heldur er hægt að kaupa kaffið þeirra í Rekstrarvörum. Ég var nú bara að kaupa ruslapoka í sakleysi mínu og svo þegar ég er kominn fram að kassa blasti þetta indæla kaffi við mér í hillunni. Þeir eru bæði með malað í 12 únsum eða 340 grömm og svo baunir í 3 pundum eða ca 1.5 kílóa pokum. Ég stóðst ekki freistinguna enda mikill kaffimaður. Ég keypti tvær gerðir af möluðu kaffi, Columbia og Columbia Medium og ég var svo spenntur að ég dreif mig heim til að prófa. Öldungis fínt, ilmurinn og bragðið eins og maður sæti á Starbucks kaffihúsi með Grande Latte mmmm – það minnti mig á London ferðina sem við konan fórum í janúar.hydepark Heimsóttum Anítu systur mína og Hlyn Smára son hennar en þau búa sem sagt í London. Við fengum gott veður í fimm daga, ótrúlegt fyrir London og hvað þá á þessum árstíma. Æðislegt að ganga í gegnum Hyde Park í sól og blíðu, stoppa og fá sér góðan kaffi og kannski eina súkkulaðibitaköku, fara svo með næsta Subway tilbaka ef maður er orðinn lúinn í fótunum. Maður leiðir hugann að því hvað góðar samgöngur skipta miklu máli fyrir borgarmenningu. London og París eru frábærar borgir heim að sækja. Það er auðvelt að komast á milli staða með neðanjarðarlestum og maður er ekki nema einn dag að læra á kerfið. Það er nokkuð ljóst að Reykjavíkurborg gæti alveg gert betur í samgöngumálum. Í ljósi þess hvað farþegum strætó fækkar mikið á milli ára er fáranlegt að það skuli ennþá kosta eins mikið og raun ber vitni að ferðast með strætó. Ég er á þeirri skoðun að ef við viljum snúa þróuninni við og minnka mengun og umferð í borginni verður einfaldlega að vera frítt í strætó. Höfum við einhverju að tapa með að gera tilraun með það? Að sjálfsögðu myndi það kosta töluverða peninga, en ef við náum að snúa þróuninni við fáum við svo miklu meira tilbaka. Það augljósa væri minni mengun og minni umferð – en ég held líka að gott samgöngukerfi sé grunnur að betri og meira lifandi menningarborg. Hvað heldur þú?

londoneye

The London Eye er gott dæmi um framkvæmd sem var umdeild og margir efuðust um að myndi borga sig, en hefur í dag sannað ágæti sitt og er stór hluti af borgarmenningu London. Kostnaðurinn var gríðarlegur og í raun voru líkurnar frekar á móti framkvæmdinni en með. British Airways kom svo að fjármögnuninni og í dag er þetta stærsta útsýnishjól veraldar vinsælasti ferðamannastaður London. Það er sagt að þetta sé augað sem heimurinn sér London í gegnum. Kannski er bara málið að fá stórfyrirtæki að tilrauninni með strætó? Gætum kannski kallað hann BjöggaBöss í staðinn fyrir strætó?

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *