N

Já frá og með deginum í dag er ég nýr og betri maður. Nú skal blaðinu snúið við og ég ætla að koma mér í form fyrir sumarið. Þýðir ekki að vera eins og mæðuveikisrolla ef maður ætlar sér í gönguferð um Öræfin við Snæfell í júlí. Snæfell

Talandi um Snæfell þá verð ég að sýna ykkur þessa mynd af Snæfelli sem ég tók í júlí 1996. Ég og Felix félagi minn vorum á leið upp á Vatnajökul á vélsleðum ásamt Elvari, en hann starfaði þar um sumarið við mælingar. Myndin er tekin rúmlega þrjú að nóttu. Það var ævintýri líkast að sjá sólarupprásina á þessum stað.

En aftur að nýja manninum. Ég byrjaði með látum og fór í hjólatúr eldsnemma í morgun. Þetta hefur greinilega legið svona þungt á mér í gærkveldi að ég vaknaði alveg sjálfvirkt fyrir klukkan sex! Skellti mér í gallann og fór þokkalegan hring upp með Árbænum yfir í Efra Breiðholtið, niður Elliðaárdalinn og svo hjólaði ég smá “race” í gegnum göngustígana í dalnum. Mátti ekki vera mikið lengra svona fyrir fyrsta daginn. Var nær dauða en lífi eftir “race-ið”. borgarhjolAuk þess voru gírarnir á hjólinu mínu ekki alveg að hlíða þannig að ég hafði frekar fátæklegt val um þunga og svo aðeins þyngri gíra. Frekar slappt þar sem ég á að hafa heil 24 kvikindi til að velja úr, allt frá “hjólaðu upp kambana án þess að blása úr nös” gír yfir í “nú geturður drepið þig ef þú dettur” gír. Ég ákvað því að taka hjólið með mér í bæinn og láta stilla og yfirfara. Borgarhjól á Hverfisgötunni er frábært verkstæði. Pínulítið og stútfullt af hjólum. Þjónustan mögnuð. Ég fór þarna um daginn með barnahjól sem vantaði keðju og þeir græjuðu það samdægurs auk þess að yfirfara það allt og smyrja. Þeir afgreiddu fákinn minn fyrir lokun í dag. Mér finnst þetta öldungis góð þjónusta á þessum síðustu og verstu. Maður er vanari því að þjónustustigið sé orðið að nánast engu. Hver hefur ekki heyrt afgreiðslufólk segja: “sé það ekki í hillunni þá sé það ekki til”…

Annars hitti ég þá Gulla stjörnuspeking og Rabba hjá BaseCamp í dag. Þeir voru á námskeiði hjá mér um daginn og vildu fá smá aukatíma til að rifja upp og skoða í leiðinni umsýslu mynda með iView MediaPro. Það var nú lítið mál að verða við þeirri ósk – enda sérlega skemmtilegir drengir hér á ferð. Hja gullaVið hittumst heima hjá Gulla og fórum svo saman í lunch á eftir. Þeir buðu mér á VOX á Hotel Nordica. Hriiiikalega gott hádegishlaðborð þar, mæli eindregið með því.

3 thoughts

 1. sæll Chris.

  Ég tók eftir því að þú ert að nota iView, væntanlega þá út af makkanum. Ég er einn þeirra sem er fastur í folderaflokkuninni og er alltaf á leiðinni út í eitthvað utanumhaldsforrit, hef verið að spá í hin og þessi forrit undanfarin ár. Flestir “alvöru menn” vilja mæla með Fotostation en samt hef ég alltaf verið að horfa á hin forritin eins og t.d. iView, iMatch, Portfolio o.fl. Mér finnst iView nokkuð snyrtilega uppsett og spennandi svona í fljótu bragði. Mig langar svolítið til að velja það. Það skemmir heldur ekki að það kostar bara 1/3 m.v. FS.

  Svo hef ég verið að velta fyrir mér samtengdu viðmóti á safni á netinu og sýnist að það sé ekki möguleiki á því með iView en Fotostation sem býður þannig lausn kostar alveg formúgu. Reyndar býður Portfolio einhverja bærilega ódýra lausn á því. Þetta er þó ekki svo mikilvægt.

  Ég er ekki að nota makka í dag og sé ekki fram á það alveg á næstunni þ.a. ég hef valið. Hvernig er iView MediaPro vs Fotostation, hverjir myndir þú telja að væri þeirra helstu kostir umfram hvort annað? Ég er ekki að biðja þig um að velja fyrir mig heldur bara forvitinn um þína hlið á þessu þ.s. þú ert að nota iView og ert mjög vel kunnugur Fotostation.

  já og til hamingju með að vera kominn af stað, þetta er enn eitt hvatakornið sem hjálpar til við að ýta við manni.. ég reyndar tók minn fyrsta hjólarúnt í langan tíma um síðustu helgi… það er vonandi byrjunin á einhverju…

  Takk fyrir fróðlega lesningu hérna í blogginu þínu..

 2. Helsti munurinn á FotoStation og iView MediaPro er það að Fotostation er browser líkt og Adobe Bridge á meðan iView býr til Catalogs sem heldur utan um flokkun og skráningu. Viljir þú að skráningin vistist í metadata á myndunum þarftu að exporta þeim út í skrárnar hverju sinni. Fotostation sem stand-alone finnst mér lakari kostur en iView MediaPro sérstaklega ef maður hefur verðmuninn í huga. Fotostation með IndexManager og jafnvel FotoWeb er náttúrulega allt önnur og öflugri lausn. Ég verð nú samt að viðurkenna það að ég hef lítið notað nýjustu útgáfuna af FotoStation. Við feðgar notum enn version 4.5 til að skrá í safnið http://www.myndasafn.is þar sem við þurfum ekki fullkomnari Client. Edit möguleikarnir í Fotostation finnst mér vera hálfgert bull því ég hugsa nú að fáir fari að vinna myndirnar í öðru en Photoshop.

  En þú verður bara að prófa að setja upp smá myndasafn í báðum forritum til að átta þig almennilega á þessu. Hvorugt forritið er gallalaust svo mikið er víst. Hingað til hef ég ráðlagt mönnum að skoða FotoStation ef þeir eru PC menn, einfaldlega út af því að það er komið svo víða. FS hefur ekki verið að gera neitt sérstakt makka megin, en það er víst komin ný útgáfa sem ég hef ekki skoðað. Persónulega er ég fljótari að nota möguleikana iView MediaPro býður upp á. Ég útbý líka gjarnan litla Catalogs fyrir einstök verkefni sem er mjög þægilegt. Á þann hátt getur iView MediaPro komið í stað Bridge að verulegu leyti. Ef það talaði jafn vel við Camera Raw myndi ég leggja Bridge.

  Kær kveðja
  Chris

 3. Takk kærlega fyrir svarið Chris..

  já ég geri ráð fyrir að nota Bridge sem browser áfram, Bridge er ekki nógu notendavænt til utanumhalds en er öflugur og góður browser. Myndasafn.is finnst mér einmitt fín en ég vissi af kostnaðinum á bakvið þ.h. kerfi.
  Ég var aðallega að leitast eftir því að sannfærast um að ég væri í raun ekki að gera mikil mistök með því að velja ekki FS ef iView verður á endanum fyrir valinu, það breytir í raun ekki neinu hversu víða FS er komið og ég held að verðið og viðmótið í iView muni hafa mikið að segja við valið.. aldrei að vita nema browsermöguleikinn komi til viðbótar í framtíðarútgáfum af iView.. Ég held að það sé vel takandi mark á góðum grúskara eins og þér og því hefur svar þitt mikið að segja, takk fyrir það.

  Bestu kveðjur,
  Arnar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *