Strandfer

Jæja, enn ein helgin að klárast. Nóg að gera eins og venjulega. Ég fékk nýja græju í hús á föstudaginn. Laugardagurinn fór að mestu í að koma henni upp og ég er ekki búinn enn… Það kemur í ljós fjótlega hvað það snýst um. En þegar ég sá hvað veðrið var gott í dag tímdi ekki að fara með annan góðviðrisdag í þá vinnu.

Vada

Það er ekki oft sem maður upplifir strandstemningu hér á landi, hvað þá í byrjun maí! Við fórum með systur minni og börnin í smá fjöruferð og svo göngu um víkurnar fyrir neðan víkurhverfið í Grafarvogi. Ótrúlega hlýtt, jafnvel þegar það kom gola var hún bara heit. Sumarið er komið, það er ljóst. Býflugudrottningarnar eru líka komnar á stjá. Eins og litlir fuglar þessi kvikindi. Verður spennandi að sjá hvort að geitungarnir verði hressari í ár en í fyrra. Merkileg hvað þessi skordýr eru fljót að verða íslandsvinir. Ekki man ég eftir neinum alvöru stinguflugum þegar ég var gutti. Ég vissi reyndar heldur ekkert um jóga – ólíkt henni Arndísi dóttur minni. Fleiri myndir hér.
jogabarn

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *