Camera Raw og vald klámsins

Camera Raw bookÞá geta eigendur Canon 30D loksins notað Camera Raw til að vinna úr Raw skránum sínum. Adobe Camera Raw 3.4 er komið út. Það var nokkuð lengri bið eftir uppfærslunni heldur en áður, þannig að margir voru sjálfsagt orðnir þreyttir á að bíða. Ef þú ætlar að uppfæra mundu þá bara að setja á réttan stað! Hér má sjá eldri umfjöllun um það. Bókin hér til hægri er mjög fín fyrir þá sem vilja læra almennilega á Camera Raw. Hún hefur stundum verið til í Bóksölu Stúdenta.

En Camera Raw er auðvitað ekki eina forritið sem hægt er að velja um til að vinna úr Raw. Hér eru þau helstu:

Aperture, Capture One, Rawshooter, DxO, Bibble, DCRAW (nerd alert)

Ef þið lumið á fleiri góðum þá endilega deilið því með mér. Framleiðendur myndavélanna hafa flestir sín eigin forrit, en þau eiga það flest sameiginlegt að vera frekar slöpp miðað við samkeppnina. Lightroom frá Adobe lofar mjög góðu og um að gera að skoða það. Enn sem komið er forrið public beta og aðeins til fyrir Mac.

BluerayvshdvdOg nú snúum við okkur að kláminu – eða þannig. Hvar hefur ekki heyrt að Internetið hefði aldrei þróast svona hratt ef ekki ef ekki væri fyrir drifkraft klámsins – eða The Adult Entertainment Industry eins og kaninn segir oftast (til vera ekki svona subbulegur eins og ég). Svo virðist sem fullorðinsafþreyingarbransinn sé að ákveða hvort staðalinn verði verði fyrir valinu á nýju kynslóðinni af DVD diskum. Baráttan hefur staðið á milli Blue-Ray diska sem rúma um 50GB og HD-DVD sem taka um 30GB. Samkvæmt þessari grein er líklegt að Blue-Ray verði sterkari þar sem klámiðnaðurinn hefur nú þegar tekið Blue-Ray framyfir.

2 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *