Fine Art Giclee prentun

Epson9800

Giclee Fine Art hvað? Jú, ég lét verða að því. Á föstudaginn var gekk ég frá kaupum á Epson 9800 prentara sem ég ætla að nota fyrir mig og mína sem Fine Art prentara. Ég veit ekki betur en að ég sé fyrstur til að bjóða Giclee prentun hér á landi. Í því felst að einungis er notað pigment blek og archival grade pappír eða strigi. Útkoman á sér vart hliðstæðu. Litmettun, kontrast og skuggateikning er langt umfram hefðbundin silfurhalíð prent (ljósmyndir unnar á hefðbundan máta). Listasöfn um allan heim samþykkja Giclee prent sem það besta þegar kemur að ljósmyndun eða annari listaverkaútkeyrslu. Svart hvítt úr þessum prentara er alger draumur. Ultrachrome K3 blekið og rag pappír eins og Hahnemuhle Photo Rag eða Etching skapar nýja vídd í prentun svart hvítra ljósmynda. Nú eru myndirnar loksins alveg neutral ef maður óskar þess. Ekki er lengur þörf að nota quad tone til að losna við metermerism. Tónarnir eru ótrúlegir enda nú bæði light black og light light black ásamt svörtu bleki (nei þetta er ekki prentvilla hjá mér).

9800print

Ég er þegar búinn að vinna nokkrar 70×100 cm litmyndir sem ég prentaði á Satin pappír frá Kodak og útkoman er frábær. Ég er svo að flytja inn Hahnemuhle pappír (það er ekkert til af archival rag pappír hér á landi) sem ég ætti að fá í vikunni. Þetta er rándýr pappír en vel þess virði ef þú spyrð mig. Það jafnast fátt á við áferðina á þessum þykka og fallega pappír.

Ég vona að þessi viðbót falli vel í kramið hjá þeim sem unna fallegum myndum og faglegum vinnubrögðum. En tækið er bara hálf sagan. Það hafa þó nokkrir skorað á mig að láta verða af þessu. Það er alltaf gaman að finna að fólk treystir manni fyrir góðum hlutum. Nú hlakka ég bara til að geta legið yfir smáatriðunum – þar uni ég mér best.

4 thoughts

  1. Þakka þér Óli. Þetta er alger draumagræja. Þú yrðir sáttur með upplausnina úr þessum risa panoramamyndum þínum, það er ljóst.

  2. Takk Benni. Ég varð nú að kaupa eitthvað til að reyna að halda í við þig! Vertu velkomin með mynd/ir karlinn. Það er ljóst að bílarnir munu taka sig vel út í þessari prentun.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *