Fyrstu dagarnir með Epson 9800

E9800Jæja þá er ég búinn að hafa vikuna til að leika mér að prentaranum fína. Eina vandamálið hefur verið að finna réttan pappír, en söluaðilinn átti engan pappír í hann! Merkilegt að selja prentara en eiga ekkert efni í hann. Þeir áttu ekki einu sinni til annan blekumgang. Svolítið dæmigert íslenskt. Það er fáranlega algengt að fyrirtæki séu svona paranoid varðandi lagerhald. Þekktu vörurnar þínar, segi ég. Þá lendir þú ekki í því að sitja uppi með þær!

En ég fékk þó á endanum alveg ágætan 190g satin pappír frá Kodak/Encad sem ég notaði í fyrsta verkefnið sem beið prentun. Um var að ræða um 30 myndir í stærðinni 70×100 cm. Hefði gjarnan viljað fá mun þykkari 260g pappír með luster áferð, en hann var ekki til – en er víst á leiðinni. Frummyndirnar voru ýmist skannaðar myndir frá litnegatívum eða stafrænar myndir. Upplausn myndanna var í kringum 180-240dpi (stafrænu myndirnar uppreiknaðar í Photoshop). Ég prentaði þær svo allar út í 1440 dpi upplausn og á high speed (þá sprauta hausarnir í báðum umferðum) og prenttíminn var rúmar 20 mínútur pr. mynd. Það verður að teljast mjög þokkalegur prenthraði miðað við svo háa upplausn, en prentarinn getur farið enn hærra eða allt að 2880 dpi. Útkoman var mjög góð, virkilega tærar og skarpar myndir. Dmax er frábært á þessum pappír og myndirnar líklega bestu stækkanir sem ég hef gert.

Ég átti svo að fá Hahnemuhle pappírinn frá USA í dag, en hann tafðist e-h í tollinum. Stundum virðist tollurinn þurfa að hugsa sig nokkuð lengi um hversu há gjöldin eiga að vera. Ég var nú reyndar búinn að kynna mér tollflokkana og búinn að komast að því að pappírinn bæri 10% toll. Vona bara að þeir séu ekki að komast að annarri og hærri niðurstöðu!

saebraut

Hér er svo ein mynd sem ég tók í gærmorgun sem ætti að geta sómað sér ágætlega á Hahnemuhle Photo Rag pappírnum. Þar sem ég var að hjóla á stígnum við Sæbrautina sá ég þenna sjófugl sitja þarna. Sjaldan sem maður sér svona stóra sjófugla hér við Reykjavík. Nú er ég ekki vel að mér í fuglafræðunum, ef e-h veit hvaða fugl þetta er þá endilega kommenta! Ég veit að hann er ekki beint stór á myndinni en það eru örugglega e-h fuglasnillingar sem þekkja hann af útlínunum einum saman.

2 thoughts

  1. Takk fyriri þetta, ég held að þú hafir rétt fyrir þér að það sé skarfur. Hver er helsti munurinn á topp- og dílaskarfi?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *