Innrauðar D-SLR myndavélar

IRHvað á maður að gera við gömlu D-SLR vélina sem maður losnar ekki við eða tímir ekki að selja fyrir slikk? Þú gætir til dæmis látið breyta henni í innrauða myndavél. Skynjarar stafrænna myndavéla eru mjög næmir fyrir innrauðu ljósi og framleiðendurnir setja IR-filter eða litsíu á skynjarann svo hann nýtist fyrir hefðubundna ljósmyndun. Ef þessi filter er fjarlægður af skynjaranum er hægt að nota myndavélina sem innrauða myndavél. Hingað til hafa menn keypt sértakan IR-pass filter sem þeir setja framan á linsuna til að geta tekið innrauðar myndir á stafrænu vélarnar. Sú aðferð krefst þess að maður noti langa lýsingartíma og þrífót því filterinn hleypir svo litlu ljósmagni í gegnum sig. Auk þess verður maður ramma myndefnið af og stilla fókus áður en filterinn fer framan á linsuna, því þú sérð lítið sem ekkert í gegnum vélina þegar hann er kominn á. En með því að fá vél breytt er sem sagt hægt að stunda innrauða ljósmyndun án þessa vandræða og það opnar nýja og skemmtilega möguleika. Það er líka hægt að kaupa nýjar vélar sem er búið að breyta hjá MaxMax en þeir taka einnig að sér að breyta vélum fyrir eigendur og verðið er í kringum 450 USD. Flestir sjá fyrir sér landslagsmyndir þar sem gras og lauf er nánast hvítt og himininn næstum svartur þegar þeir hugsa um innrauðar myndir. En það er hægt að gera margt annað skemmtilegt eins og Tom Dahlin gerði með körfuboltamyndir og David Burren vinnur mjög sérstakar litmyndir sem sjá má á þessari síðu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *