Uppfærsla og nýtt dót

CS update

Adobe var að uppfæra Photoshop CS2 (sem stundum er kallað útgáfa 9.0) í útgáfu 9.0.1. Meðal lagfæringa er leiðrétting á því hvimleiða vandamáli að forritið hikar eftir aðgerðir með burstatólum á Macintosh tölvum með meira en 4GB í innra minni. Það er reyndar svolítið skrítið að þessi uppfærsla eigi að leiðrétta e-h sem Adobe hefur hingað til haldið fram að liggi í stýrikerfinu? En hvað um það. Slóðirnar á uppfærslurnar eru hér: Windows og Mac. Nánari útlistun á uppfærslunni má finna hér.

Russel Brown hefur einnig uppfært Dr. Brown’s Services scriptuna sem er ómissandi fyrir Photoshop CS2. Ef þið hafið ekki kynnst Dr. Brown þá er ekki seinna vænna en að smella sér hingað.

Macbook Apple heldur áfram að koma með nýjan vélbúnað. Nú var röðin komin að iBook vélinni að fá Intel Duo Core örgjörvann. Nú heitir græjan MacBook og kemur meira að segja í svörtu. Veit samt ekki alveg með þenna glossy skjá. Svolítið svona Acer pésalegt eða þannig…

2 thoughts

  1. Ég á nú eftir að sjá kvikindið, en fyrir mér þá finnst mér furðulegt að e-h skuli vilja hafa svona glans eða glerlúkk á flötum skjá. Það getur bara skapað glampa og það er jú einmitt það sem var svo gott að losna við þegar maður skipti frá CRT yfir í LCD.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *