Arkitektúr

Þá var ég að leggja lokahönd á verkefni fyrir arkitektur.is. Þau eru að fara opna skrifstofu í Reykjanesbæ og vildu fá myndir frá mér til að skreyta þar og einnig fyrir höfuðstöðvarnar við Hverfisgötu. Ég hef myndað tvær byggingar sem þau hafa teiknað sem báðar eru í Reykjanesbæ. Það eru Íþróttaakademían og svo Kirkjulundur sem er safnaðarheimilið við Keflavíkurkirkju. Mér finnst báðar þessar byggingar gott dæmi um hvað hægt er að gera góða hluti, án þess þó að yfirkeyra allt í e-h ópraktískum krúsidúllum.

akademian_a

Efnisnotkun í Íþróttaakademíunni er óvenjuleg og skemmtileg. Stór grjótgarður meðfram íþróttasalnum setur sterkan svip á húsið og járnið sem salurinn er klæddur gefur húsinu tón sem tengir það við jörðina. Sterk litanotkun innanhúss endurspeglar orku og það líf sem nemendur hafa ákveðið að tileinka sér. Þeir sem vilja skoða fleiri myndir frá Íþróttaakademíunni get séð interior hér og exterior hér.

Safnaðarheimilið Kirkjulundur er líka skemmtileg bygging. Lætur ekki mikið yfir sér að utan en þegar inn er komið kemur í ljós furðulega rúmgott hús með frábærum lausnum. Húsið er mikið notað og salirnir eru hannaðir með það í huga að henta fyrir ólíka notkun. Kirkjulundur fékk menningarverðlaun DV sem kemur ekki á óvart þegar maður hefur skoðað það. Fleiri interior myndir má skoða hér.

kirkjulundur_b

Nú get ég prentað allar myndirnar sjálfur þökk sé nýja prentaranum. Við ákváðum að ganga frá myndunum á 12mm MDF plötur, þar sem myndirnar eru blæðandi og kanturinn er fræstur og hliðarnar bæsaðar svartar. Það er Innrömmun Sigurjóns sem annast fráganginn, en myndirnar eru í stærðunum frá 50×75 cm og allt að 100×100 cm. Það er alger draumur að prenta sjálfur og geta legið yfir þessu. Og ekki spillir fyrir að vera kominn með Hahnemuhle pappírinn í hendurnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *