Pinhole í ofurstærð

Hugepinhole

Ég rakst á nokkuð merkilegt. Nokkrir ljósmyndarar í Bandaríkjunum undirbúa nú stærstu Pinhole myndavél í heimi. Þeir sem þekkja lögmálið um Camera Obscura vita að nánast hvaða rými sem er, sem er ljósþétt og með nógu litlu hringlaga opi er í raun myndavél. Ljósmyndararnir ætla að breyta heilu flugskýli í myndavél og gera þannig stærstu Pinhole myndavél og ljósmynd í heimi. Stærðin á myndinni verður í kringum 8×33 metrar eða 25×100 fet. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að kaupa filmu eða annað tilbúið ljósnæmt efni í þessari stærð. Því verður að bera ljósnæmu emulsjónina á muslin-bómullarefni og áætla menn að nota um 20 gallon af því. Af hverju eru menn svo að hafa fyrir því að taka stærstu Pinhole mynd heimsins af tómri flugbraut? Jú þeir Jerry Burchfield, Mark Chamberlain, Jacques Garnier, Rob Johnson, Douglas McCulloh og Clayton Spada hafa síðan 2002 unnið að því að ljósmynda El Toro herstöðina í Orange County, USA. Herstöðinni var lokað árið 1999 og eftir áralanga umræðu á að breyta svæðinu í risastóran almenningsgarð. Þetta verkefni heitir The Legacy Project og hófst í apríl 2002 og mun standa næsta áratug eða á meðan garðurinn verður til. Við ættum kannski að gera eitthvað svipað skapandi varðandi herstöðina í Keflavík? Af hverju ekki? Ég býð mig hér með fram í að skrásetja það með ljósmyndun.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *