Myndunum bjargað

PhotoRescueSem betur fer hef ég sjaldan lent í því að eyða myndum óvart út af minniskortinu í myndavélinni. Mér tókst þó um daginn að forsníða kort og taka yfir hluta af því áður en ég fattaði að ég hafði ekki halað myndunum niður á tölvuna eftir fyrstu tökuna. Nú voru góð ráð dýr. Ég tók kortið strax úr umferð og ákvað að sjá hvað ég gæti gert þegar ég væri kominn í hús aftur. Ég googlaði Data Rescue og fann forrit sem fékk góða dóma og kostaði ekki mikið eða um 30 USD. PhotoRescue heitir það og er til fyrir bæði PC og Mac. Þú getur sótt forritið, látið það skanna minniskortið og sýna þér hvaða myndir það finnur og ef það virkar er einfalt mál að borga fyrir og um leið opnast valmöguleikinn að vista myndirnar á harða diskinn. Í stuttu máli náði ég að bjarga yfir helmingnum af því sem ég taldi horfið að eilífu. Og ekki nóg með það. Forritið fann lika mun eldri myndir, m.a. frá því í janúar! Ég er margbúinn að forsníða kortið og taka myndir yfir síðan. Magnað alveg.

4 thoughts

  1. Já, sammála um þetta forrit, ég hef tvisvar lent í svipuðum vandamálum, í fyrra skiptið fyrir 2 árum þá brengluðust fælarnir á kortinu hjá mér og ég gat ekki náð nema um helmingi þeirra yfir í ferðavélina, ég eyddi því bara út þeim myndum sem ég náði yfir og þ.s. ég var þá bara með þetta eina kort þá hafði ég ekkert annað til að nota en það, ég var þá staddur á sunnanverðum Vestfjörðum. Þegar ég kom svo heim þá fór ég á netið til að leita að forriti sem hentaði vel í þetta og komst einmitt að sömu niðurstöðu og þú, fann þetta forrit sem fékk fína dóma og keypti það. Ég náði öllum nema einni mynd út af kortinu heilum og var mjög feginn þ.s. það voru myndir frá Látrabjargi.
    Ég lenti svo aftur í svipuðum málum í vor þegar ég var búinn að fylla öll mín kort í stuttum ljósmyndatúr og fékk lánað gamalt lítið 256mb kort fyrir síðasta myndastoppið. En strax í vélinni þá virtist þetta bara allt ónýtt sem ég tók á það, ég gat ekki séð almennileg preview af myndunum og þær sem komu fram voru flestar meingallaðar að sjá. Ég prófaði að keyra forritið á þetta kort og náði að bjarga myndunum… alveg magnað forrit, einfalt og þrælvirkar!

  2. Hey, langaði líka að benda á alternative, ég hef notað “R-studio” með mögnuðum árangri, jafnvel á drif sem eru 250 gíg. gott að viða þessum upplýsingum að sér, ávallt viðbúinn 😉

  3. Já ég keypti R-Studio þegar ég þurfti að bjarga gögnum af hörðum disk sem hrundi. Formattaði hann og náði að bjarga öllu af honum sem ég taldi glatað. Síðan hafa nokkrir vinir og kunningjar komið með diska til mín sem hrundu og innihéldu allt stafræna myndasafnið af börnum og búi. Þetta hefur ekki klikkað hingað til (7-9-13).

    Hér er slóðin http://www.data-recovery-software.net/

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *