Sjálfvirku stillingarnar í Camera Raw

Ný virkni í Camera Raw í CS2 er að forritið býr til stillingar sjálfvirkt fyrir Raw myndirnar. Það er alltaf kveikt á sjálfvirku stillingunum og það getur ruglað mann í ríminu. Mörgum finnst óþægilegt er að sjá ekki samræmi miðað við breytingar á lýsingu við töku, en forritið getur hæglega gert tvær myndir nánast eins, jafnvel þó að það muni töluverðu í lýsingu á milli þeirra. Það er því ruglandi að skoða í gegnum töku þar sem maður lýsti myndir á mismunandi hátt en það endurspeglast ekki almennilega ? þar sem auto adjust getur jafnað það út að miklu leyti.

Ég hef séð dæmi um það að þetta eitt og sér hefur fælt marga frá því að skoða Camera Raw almennilega. Þessar sjálfvirku stillingar eru auðvitað misgóðar (eins og flest sjálfvirkt í tölvum), en að öllu jöfnu komast þær langleiðina að ?réttu? útkomunni. Það er einfalt að skipta á milli kveikt/slökkt með því einfaldlega að nota flýtiskipunana command/ctrl + U. En fyrir þá sem vilja hafa slökkt á sjálfvirku stillingunum frá upphafi þá er einfalt að bjarga því. Þú byrjar á því að opna eina eða fleiri mynd í Camera Raw, hakar frá auto boxinu við allar stillingar og velur svo Save New Camera Raw Defaults. Þá er þessi stilling orðin ný sjálfgefin stilling fyrir allar Raw myndir frá þessari myndavél. Athugaðu að ef þú notar fleiri en eina tegund af myndavél þarftu að útbúa svona fyrir hverja og eina.

New Camera Raw defaults

2 thoughts

  1. Þetta er snilld. Þetta er búið að angra mig síðan ég byrjaði að nota Camera Raw. Ég er búinn að nota ctrl + U skipunina töluvert en það er fínt að fá líka svona varanlega lausn. Eitt sem ég var samt að spá, getur maður kveikt aftur á þessari sjálfvirkni ?

  2. Já, já ef þú vilt fá sjálvirknina aftur inn sem sjálfgefna stillingu kveikur þú bara á Auto og vistar aftur sem nýtt Camera Raw Defaults

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *