Meistari Morthens

BubbiDjöfull var karlinn flottur! Bubbi sannaði það endanlega í gær að hann er kóngurinn. Ánægðastur var ég með predikuna hans um Draumalandið hans Andra. Við vinirnir stóðum þarna í Höllinni frekar stolt af okkar manni. Það er enginn smá viðurkenning fyrir hann að fá mann eins og Bubba til að tjá sig svona innilega um bókina. Bubbi hefur án efa náð til einhverja í gær sem hafa ekki gefið Draumalandinu gaum. Enn nóg um Andra Snæ. Bubbi var maður dagsins og hann virtist skemmta sér hið besta í þessari risa afmælisveislu. Það voru reyndar smá hnökrar hér og þar. Mér fannst skorta ákveðna dómgreind hjá hverjum þeim sem ákvað að láta Snorra “Idol” taka lagið þarna. Maður fann til með honum á sviðinu, enda var púað þegar hann var kynntur og hann svo stressaður að hann bókstaflega skalf. Upptaka Stöðvar var nokkuð fyrirferðarmikil. E-h veginn fannst mér Simmi og Jói ekki vera málið og ég fékk vænan kjánahroll þegar Bjarni Ármannsson birtist á skjánum til að óska honum til hamingju með daginn. Jú, jú þeir hafa örugglega farið í lax og svona, en þetta passaði ekki alveg að manni fannst. Það var líka of bjart inni í höllinni út af sjónvarpsupptökunni og það drepur stemninguna svolítið. Íslendingar eru nógu lokaðir fyrir að ekki bætir úr skák að maður skuli sjást svona vel – ef ske kynni að maður myndi nú detta í smá stemmara og hreyfa sig aðeins í takt við tónlistina. En þrátt fyrir þetta var þetta ógleymanlegt kvöld og ég fékk gæsahúð þegar Egó tók Fjöllin hafa vakað og allir hoppuðu á gólfinu í takt. Frábær endir á góðu kvöldi. Ég hélt svo áfram að hlusta á Bubba í dag á meðan ég vann úr brúðkaupstökum síðustu helgar. Það voru tvær stórar tökur um síðustu helgi ásamt veislum þannig að það er nóg að gera að vinna úr því. Svo prentaði ég líka nokkrar myndir á Hahnemuhle German Etching pappírinn. Ég er í skýjunum yfir nýju græjunni og ekki spillir fyrir að RIP-inn er með uppsetningar fyrir allar Hahnemuhle pappírstýpurnar. Að auki er hægt að velja sértaka svart/hvíta uppsetningu fyrir vinsælustu týpurnar eins og Photo Rag. Snilld, því það sparar dýrmætan tíma sem færi annars í að liggja yfir prófílagerð. Ég heyrði líka aðeins í Ara Magg í dag en hann keypti Spyder2 hjá mér um daginn og var að kvarða fartölvuskjáinn. Ari er magnaður fýr. Það eru ekki margir sem hafa náð að skapa sér eins sterkt nafn í ljósmynduninni hér heima. Alltaf gaman að fylgjast með því sem hann er að gera.

One thought

  1. Eins og þú veist þá var ég ekki jafn hrifinn og þú af þessum tónleikum Bubba. Það verður hinsvegar ekki tekið af kallinum að hann er óumdeilanlega kóngurinn enda hefðu fáir, ef enginn, getað afrekað að fylla höllina eins og hann.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *