Mánudags prentvesen

Þeir eru stundum til mæðu blessaðir mánudagarnir. Eins og í dag komst ég að því að síðasta uppfærsla á Photoshop (9.0.1) hefur náð á e-h furðulegan hátt að rugla prentuninni! Merkilegt hvað þessi böggfix hjá Adobe virðast gera meira ógagn en gagn þessa daganna. Sem betur fer var ég ekki mjög lengi að kveikja á því að skoða málið út frá þessari uppfærslu, en það var samt ekki áður en ég var búinn að eyða bleki og pappír í óþarfa hreinsun á prenthausum og test. Sem betur fer er hægt að komast frá hjá vandanum án þessa að þurfa að innsetja forritið aftur. Ian Lyons er svo elskulegur að fara vel í gegnum það hér. Það skal tekið fram að vandinn er bara á Mac. Rakst annars á nokkuð merkilega umfjöllun um þróun á nýjum rafhlöðum sem á að vera hægt að endurhlaða á nokkrum sekúndum. Það eru snillingar hjá MIT sem eru að vinna baki brotnu í þróuinni og eru svo bjartsýnir að þeir telja sig geta komið með frumgerð á næstu mánuðum. Nánar um þetta hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *