Beta 3 af Lightroom

lightroomÞá er komin út beta 3 af Lightroom fyrir makkann. Það er búið að breyta svolítið og bæta eins og við var að búast. Enn er þó ekki samhæfni á milli Camera Raw og Lightroom hvað varðar stillingar á Raw skránum. Það þýðir þá um leið að það vantar samhæfni á því hvernig myndir birtast í Lightroom vs. iView MediaPro, sem ég nota til að skrá og halda utan um myndirnar mínar. Ég er því pínu svekktur að þetta skuli ekki vera komið. Ef svo væri myndi ég nota Lightroom miklu meira en raun ber vitni. Ég prófaði þó að keyra forritið í kvöld og skoða eitthvað af nýju möguleikunum. Nú er import/export bara undir File valröndinni eða sem flýtilykill sem mér finnst mjög rökrétt. Svo er komið brilljant before/after möguleiki í develop hlutanum. Tékkaði líka á nýju vefgallerýinum til að athuga með íslensku sérstafina. Það er komið í lag html megin en metadata með íslenskum stöfum birtist ekki rétt ef maður gerir flash gallery. Forritið virkar aðeins sprækara, en er samt eiginlega ónothæft á heimavélinni minni. Það er iMac 1.8GHz með 2GB Ram. Fælarnir frá 1Ds Mark II og 5D eru það þungir að uppfærslur eftir breytingar á stillingum mynda taka ansi langan tíma. Hlakka til að prófa þetta á morgun á vinnuvélinni minni. Jeff Schewe fer annars í gegnum það helsta hérna. Góðar fréttir fyrir Pésa menn. Samkvæmt Jeff mun fyrsta Windows betan líta dagsins ljós fljótlega og örugglega áður en það kemur önnur beta fyrir makkann. Það ætti að þýða svona 1-2 mánuðir í mesta lagi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *