Ofbo

bladidÞá hef ég komið í blöðunum tvo daga í röð! Maður er bara orðinn frægur. Í gær var umfjöllun um barnaljósmyndun í Blaðinu þar sem birtust tvær myndir eftir mig og smá spjall. Öldungis fínt að fá svona fría kynningu. Ég var spenntur að sjá hvort traffíkin á síðunni hafði aukist, en í greininni var tekið fram að ég “héldi úti skemmtilegri heimasíðu”. Takk fyrir það, maður fer bara hjá sér. Jú, viti menn það hafði rúmlega tvöfaldast fjöldi lesenda á blogginu þegar ég tékkaði á tölfræðinni í morgun. Það er reyndar ekkert rosalega há tala þótt tvöfölduð sé… ehemm.

Mér svo til mikillar ánægju sá ég smettið á sjálfum mér í Fréttablaðinu í morgun. Ég var reyndar meira svona í bakgrunni, en birting er birting. Fyrirsögnin við myndina er “Ágrip í kynbótasýningum”. Jahá. Ekkert slor að vera bendlaður við kynbótasýningar.

Frettabladid

Ég setti rauðan hring utan um mig þarna svo fólk færi nú ekki mannavilt á mér og honum Friðriki Má. Þessa mynd sem er þarna í bakgrunni tók pabbi minn fyrir líkast til um þrjátíu árum. Úff, hvað það er vont að vera minntur svona hressilega á að maður er ekki beint neitt unglamb lengur. Sá gamli vissi reyndar ekkert hvar þessi mynd væri niðurkomin, en hún hékk á sínum tíma uppi í stúdio-inu hans í Lágmúla. Það var fyrir tíma verslunarinnar sem hann rak á Laugavegi 178. Mikið vatn runnið til sjávar síðan það var – ójá.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *