HM og Framt

Ég er vonlaus. Ég hef ekki horft á einn leik á HM. Hitti gamlan vin á 17. júní þar sem ég stóð fyrir utan Fríkirkjuna að smella af nýgiftum hjónum (ég var sem sagt að vinna). Hann spurði hvað ég væri búinn að horfa mikið á HM. Ekkert sagði ég. Í alvöru?!? sagði hann forviða. Fyndið þegar manni finnst maður vera skrítinn fyrir það að hliðra ekki til vinnu eða fjölskyldulífi til að horfa á fótbolta. Ég hef samt ekki alltaf verið svona skrítinn. Horfði eins og límdur við skjáinn hér áður fyrr. Hef bara ekki tíma í dag. Eða finnst þetta ekki vera nógu mikilvægt. Maður gerir nefnilega bara það sem manni finnst mikilvægt. Ég gerði eitt núna áðan sem mér finnst mikilvægt. Ég skráði mig í Framtíðarfélagið. Skora á þig að skoða málið. Hér að lokum ein mynd af púkunum mínum sem ég tók á föstudaginn.
Hoppa

3 thoughts

  1. Þetta er ótrúlegt. Sá þátt um þessa einstaklinga í 60 Mínútum fyrir nokkrum árum. Þar voru þau m.a. með einn sem lagði lög á minnið og gat spilað tónverk, sem hann hafði aldrei heyrt áður, nákvæmlega eftir að hafa heyrt það aðeins einu sinni.

    Sæt mynd líka 🙂

  2. hahahaha þetta var snilld

    Varðandi myndina af Hoffman og Cruise þá hafði ég töluvert fyrir því að finna mynd sem var ekki bara coverið af Rain man. Voða sæt já.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *