Mennsk myndavél

Rain manMannshugurinn er ótrúlegur. Einhverfa er fötlun sem sýnir okkur stundum einstæða hæfileika heilans við að skrásetja upplýsingar. Hver man ekki eftir Dustin Hoffman í kvikmyndinni Rain man þar sem hann taldi tannstöngla sem duttu á gólfið með því einu að horfa á þá detta. Hann gat líka talið spil úr mörgum spilastokkum í spilvíti í Las Vegas. “Yeah, sure” sögðu sjálfsagt margir. Kim Peek er hin raunverulegi Rain man sem myndin var byggð á (ásamt fleirum einhverfum einstaklingum). Kim les bækur þannig að hann les sitt hvora blaðsíðuna með sitt hvoru auganu. Hann man ennfremur um 95% af efninu mörgum árum síðar.
En ef ykkur finnst þetta ótrúlegt þá munið þið gapa af undrun yfir Stephen Wiltshere. Hann er stundum kallaður mennska myndavélin. Stephen getur nefnilega teiknað myndir með ótrúlegri nákvæmni eftir minninu einu saman. Honum nægri smá flugferð með þyrlu yfir borgir eða borgarhluta til að geta teiknað nokkra metra panoramamyndir sem eru fáranlega nákvæmar. Hér er hann til dæmis að teikna hluta af Róm (5 mín video).

2 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *