Raw breytt í jpeg í Photoshop CS2

Ég er nokkuð oft spurður um hvernig sé einfaldast að breyta Raw myndum beint yfir í JPEG án þess að þurfa að vinna neitt með Raw myndirnar. Það er sáraeinfalt þannig lagað. Hins vegar er eitt sem ber að athuga. Ef þú vilt fá myndirnar alveg lausar við nokkrar stillingar getur verið að þú þurfir að slökkva á auto adjustments fyrst í Camera Raw. Ég er nýlega búinn að pósta um það hér. Þegar þetta liggur fyrir opnar þú einfaldlega möppuna með Raw myndunum í Adobe Bridge. Ef þú sérð ekki myndirnar í Bridge heldur bara Photoshop icon þarftu mögulega að uppfæra Camera Raw plugin. Því næst ferðu í valröndina og velur Tools > Photoshop > Image Processor. Þá birtist þessi gluggi:

Image processor

Þarna velur þú svo skráarsnið, hvort þú vilt breyta stærð myndanna og varpa yfir í sRGB (sem er góð hugmynd ef það á að skoða myndirnar á skjá). Eins og sjá má er mögulegt að fá þrjú skráarsnið í einni vinnslu -> JPEG, TIFF og PSD ef maður óskar þess. Enn fremur er mögulegt að keyra action á eftir Image Processor (sem t.d. skerpir, bætir við merkingu etc).

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *