Lightroom uppákoma á Íslandi

lightroomMikkel Aaland nokkur hringdi í mig í dag. Hann er norskættaður eins og nafnið ber með sér, en er uppalinn í Bandaríkjunum þar sem hann starfar sem ljósmyndari, rithöfundur, kennari og sitt hvað fleira. Mikkel fer fyrir hópi manna sem ætla að koma hingað til lands í lok júlí. Um er að ræða uppákomu sem er styrkt af Adobe í tengslum við nýja forritið frá þeim; Lightroom. Hingað koma 14 ljósmyndarar aðallega frá BNA og ætla að ljósmynda og vinna úr tökunum í Lightroom. Mikkel var að bjóða mér að slást í hópinn og ennfremur vildi hann fá að vísa einum af ljósmyndurunum til mín í þeim tilgangi að hann fengi að fylgjast með brúðkaupstöku á Íslandi. Sjálfsagt mál auðvitað. Annars hittir þetta ekki vel á tímalega fyrir mig (28. júlí – 5. ágúst) þar sem ég verð í sumarfríi, fyrir utan laugardagana þar sem ég er að ljósmynda brúðkaup, eins og nánast alla laugardaga yfir sumartímann. En það er samt alveg mögleiki að hitta þá eitthvað, sem gæti verið mjög áhugavert fyrir svona tækninörra eins og mig. Ég er ekki kominn með nákvæmar upplýsingar um þátttakendur ennþá. Fæ þær fljótlega, er spenntur að sjá hverjir eru að koma. Kannski verða einhver þekkt nöfn þar á meðal, menn eins og Michael Reichmann eða Jeff Schewe? Kemur í ljós…

5 thoughts

  1. já var það ekki var einmitt búinn að heyra af þessu. Veit líka að Michael A. Smith og Paula Chamlee verða hér á nákvæmlega sama tíma með hóp af fólki þeysandi um hálendið.

  2. Þetta eru frábærar fréttir og mjög skemmtilegt fyrir þig að taka þátt í þessu, þ.e.a.s. ef þú hefur tíma til þess. Verður gaman að flygjast með.

  3. Já, ég vona að ég nái að hitta þá a.m.k. eitthvað. Það er líka ljóst að ég þarf að fara að nota Lightroom meira en ég geri!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *