RangaVið fjölskyldan fórum norður í land á föstudaginn var og ákváðum að ílengjast fram í þessa viku þar sem veðrið var svo gott. Svili minn kæri útvegaði okkur gistingu á bænum Rangá, en afi hans og amma bjuggu þar áður fyrr. Það var gott að vera þar eins og við var að búast þegar maður hefur heilt hús út af fyrir sig. Annars var ég að fara að taka þátt í að steggja Snorra á laugardeginum. Snorri mun ganga að eiga hana Heiðu sína í Aðaldalnum um Verslunarmannahelgina (sem ég mun að sjálfsögðu ljósmynda – nema hvað). Steggjunin tókst glimrandi vel, við fífluðumst aðeins í stráknum, létum hann synda í ísköldu Vestmannsvatninu í sundbol, taka þátt í Mývatnsmaraþoni og svo var aðallega notið þess að vera sólinni, drukkinn bjór og horft á HM. Fórum líka í Jarðböðin á Mývatni sem eru alger snilld. Ef þið ætlið norður á Mývatn er upplagt að skella sér í jarðböðin. Líka kostur að flugan er ekki þar, en það var nóg af henni eins og svo oft í Mývatnssveit.
Marathon
Á sunnudeginum fengu dæturnar að fara í alvöru reiðtúr með Didda í Torfunesi. Þær eru búnar að vera á reiðnámskeiði hjá Faxabóli fyrr í sumar og það var mikil tilhlökkun að fara í sveitina til Didda með reiðhjálmana og fara í reiðtúr með honum. Diddi var auðvitað á fullu að undirbúa ferð á Landsmót á Vindheimamelum, en lét það ekki aftra því að snúast í kringum okkur borgarbúana.
Reidtur
Á mánudaginn kvöddum við svo Aðaldalinn og Kinnina og héldum í Vaglaskóg þar sem við tjölduðum til tveggja nátta. Framhald í næsta bloggi…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *