Hræringar á hugbúnaðarmarkaði

Það hefur ýmislegt gerst síðastliðna daga á hugbúnaðarmarkaði tengt stafrænni myndvinnslu. Fyrst var tilkynnt um það að Adobe hafði keypt fyrirtækið Pixmantec en þeir framleiða vinsælt Raw forrit sem heitir Rawshooter. Þetta mun án efa styrkja stöðu Camera Raw og Lightroom enn frekar, en Michael Jonsson og teymið frá Pixmantec slæst í hóp þeirra Thomas Knoll og félaga hjá Adobe. Rawshooter hefur notið töluverðra vinsælda og þykir einfalt og gott forrit á hagstæðu verði. Það hefur sjálfsagt haft e-h áhrif á kaupin, en Camera Raw frá Adobe er samt með yfirburða markaðsstöðu í dag samkvæmt þessari könnun (síða 23).

Daginn eftir var svo tilkynnt að Microsoft hafi keypt iView Multimedia. Þessi frétt hræðir mig svolítið, þar sem ég reiði mig töluvert á forritið iView MediaPro og er ekki beint stærsti aðdáandi Microsoft. Það er reyndar tekið fram að núverandi forstjóri muni leiða þróun forritsins áfram og að þeir muni halda áfram öflugu starfi í þágu Macintosh notenda, en forritið er upphaflega þróað fyrir Mac. Samt er maður alltaf skeptískur þegar Bill Gates og félagar eru annars vegar. Þeir hafa t.d. ekki riðið neitt sérstaklega feitum hesti frá kaupum sínum á nánast öllum myndabönkum sem hafa verið falir. Við sjáum hvað setur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *