Óbyggðirnar kalla

Oraefin

Jæja, þá styttist í það að við hjónin höldum af stað austur í gönguferðina um Öræfin. Það verður farið af stað snemma á fimmtudagsmorgun og þar sem við fljúgum ekki á Egilsstaði þurfum við að leggja í hann á morgun. Tjöldum líklegast í Hallormsstaðaskógi eins og svo oft áður. Við erum orðin verulega spennt. Ég er búinn að liggja á Netinu og skoða myndir og lesa mikið um svæðið. Þetta verður örugglega mjög sterk upplifun.

Það eru undarleg rök þeirra sem vilja Kárahnjúkavirkjun (og eyðilegginguna sem fylgir) að segja að þetta svæði sé svo lítis virði því þangað komi enginn. Þar felast einmitt mestu verðmætin! Þessi svæði eru einstök og þeim fer fækkandi í heiminum. Það er fjársjóður að geta gengið um náttúru þar sem engir vegir eru, engin mannvirki. Skoðið þetta og þetta. Segið mér svo að það sé í lagi með þessa þjóð. Þessu ætlum við að fórna fyrir hvað? Álbræðslur? Atvinnuöryggi? Jafnvel þó að villtustu draumar Illvirkjunar verða að veruleika eru þetta samt vel innan við 1% þjóðarinnar sem munu fá störf.

Okei, pólitíski kaflinn búinn hjá mér. Snúum okkur að ljósmyndakaflanum. Ég ætla að sjálfsögðu að taka með mér myndavél. En þar sem við erum fótgangandi getur maður ekki beinlínis tekið hvað sem er með. Ég ákvað að taka EOS 5D (án grips), 17-40mm f/4, 70-200mm f/4 og 50mm f/1.4. Við Árni félagi skiptumst á 70-200mm linsum á meðan ég er í ferðinni, en ég á sjálfur 70-200mm f/2.8 IS. Hún er fín en bara hrikaleg þung, munar næstum kílói á þessum linsum hugsa ég. Svo fékk ég nýtt dót í gær sem ég pantaði hjá BHPhoto. Epson P-2000 til að hlaða myndum niður af kortunum.

Bloggið verður því rólegt næstu daga og fram í næstu viku.

2 thoughts

  1. Góða ferð Chris, það er möst að fara á þessar slóðir á þessu ári þó svo að það taki nokkur ár að fylla endanlega upp í þetta uppistöðulón

    hilsen

    Benni

  2. Jú, góða ferð.

    En er ekki gott að hún Valgerður var sett í nýtt embætti? Vonandi fer þessu stóriðjurugli nú að ljúka.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *