Kominn af fjöllum

Þá er maður kominn aftur í þéttbýlið eftir magnaða hálendisferð. Það er allt brjálað að gera, svo ég næ ekki að skrifa almennilega ferðasögu strax. Hún kemur von bráðar ásamt eitthvað af myndum. Ég er að vinna mig í gegnum þetta allt, en ég kom í bæinn með rúmlega 18GB af myndum.

Feather

Þessi ferð var einu orði sagt frábær. Líklega eitt skemmtilegasta frí sem við hjónin höfum farið í. Svæðið er algert töfraland. Ég hafði miklar væntingar en það fór algerlega fram úr öllu því sem ég hafði ímyndað mér. Myndir ná engan veginn að koma því til skila. Því hvet ég alla til þess að fara og skoða svæðið áður en það er um seinan. Þessi mynd hér að ofan er tekin inn á svonefndum Kringilsárrana sem mun að stóru leyti fara undir fyrirhugað Hálslón (sem verður á stærð við Hvalfjörðinn). Þetta fallega svæði er griðland Heiðagæsa og Hreindýra. Það er með ólíkindum að ganga um þarna, því gróið svæðið er nánast mettað af gæsaskít, fjöðrum og ummerkjum eftir Hreindýr. Við gengum líka fram á þennan Rúdólf sem var ekki beint hress.
Rudolf

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *