Lightroom beta fyrir Windows

Lightroom

Þá loksins er kominn beta útgáfa af Adobe Lightroom fyrir Windows. Nú hljóta margir að vera spenntir að sækja sér eintak. Ég hef kerfisbundið unnið meira og meira með forritið undanfarið, þar á meðal síðustu þrjár brúðkaupstökur og útkoman er bara nokkuð góð. Ég er líka mun fljótari að ná svart/hvítu áferðinni sem ég er á höttunum eftir. Áður þurfti ég að vinna þær meira eftir Camera Raw í Photoshop. Eina sem böggar mig svolítið er að það vantar samhæfni á milli útlitsins á Raw skrám á milli Camera Raw og Lightroom og eins líka iViewMedia Pro, sem ég nota til að halda utan um tökurnar. En það kemur og ég treysti bara á það að geta lagað það seinna. Mæli eindregið með því að allir prófi þetta forrit, vinnsluferlarnir í því eru mjög góðir og maður er fljótur að læra inn á þá. Til að sækja forritið þarf að skrá sig hjá Adobe.

Meira tengt Lightroom. Hópurinn frá Adobe sem er á leiðinni til landsins stækkar sífellt. Nú síðast fékk ég fregnir af því að sjálfur Russell Brown verði með, en margir þekkja hann af skemmtilegu kennsluefni á Netinu. Eins sagði mér Eggert nokkur Thorlacius (góð síða Eggert ;)) að Bill Atkinson (sem er einn af hópnum) væri gríðarleg hetja þar sem hann ætti í raun heiðurinn af stærsta hlutanum að kóðanum sem OsX og jafnvel Photoshop er byggt á. Hann lagði hins vegar þetta hugbúnaðarvesen á hilluna og gerðist ljósmyndari. Ekkert skrítið að nálgun hans á ljósmynduninni og prófílagerð er eins og hún er. En það hafa líka fleiri slegist í hópinn. Meðal annars veit ég að Jóhann Guðbjargarson og Sonja kærastan hans muni aðstoða George Jardine frá Adobe við tökur, en Jóhann er afbragsð ljósmyndari og hefur verið mjög aktívur í Lightroom spjallborðinu. Annars er greinilegt að hópurinn er mjög spenntur yfir því að koma hingað til lands. Við skulum vona að þeir fái aðeins huggulegra veður en hefur verið hér á suðvesturhorninu undanfarið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *