Stærsta ljósmynd í heimi

greatpicture1.jpgFyrir nokkru sagði ég ykkur frá stærstu pinhole myndavél í heimi í Orange County BNA (hvar annars staðar?). Myndavélin var hluti af The Legacy Project, sem er áratuga verkefni fyrir hóp ljósmyndara og annars fólks að skrásetja niðurrif á herstöðinni El Toro Marine Corps Air Station og umbreytingu svæðisins í almenningsgarð, þar sem stór hluti svæðisins verður frátekin fyrir dýralíf. Nú hafa þeir sem sagt klárað að taka ljósmyndina, nánar tiltekið þann 8. júlí. Lýsingartíminn var 35 mínútur (mun styttri en þeir höfðu upphaflega gert ráð fyrir), en framköllun tók um 5 klukkustundir. Það voru 70 sjálfboðaliðar sem dældu um 2300L af framkallara og 4500L af fixer úr garðslöngum yfir efnið til að skapa þessa ofur ljósmynd. Næsta verkefni er að finna stað til að hengja myndina upp. Hægt er að lesa nánar um þetta hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *