Friid.jpg

Þá ætlum við fjölskyldan aftur í útilegu. Ég er ekki bókaður fyrr en eftir viku og því um að gera að drífa sig út á land! Ætlum að byrja í Húsafelli, en þessi mynd hér að ofan af Arndísi dóttur minni er einmitt tekin þar í fyrrasumar. Höldum svo líklega vestur á firði, en það fer eftir veðri og stemmaranum. Klára ferðsöguna frá Öræfaferðinni þegar ég kem til baka. Hér á blogginu verður því rólegt næstu daga, nema að ég tjaldi nálægt þráðlausu neti!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *