Kominn og farinn

Slettan1.jpg

Jæja, þá loks smá uppfærsla hérna. Kom í bæinn seint á föstudaginn eftir vikulanga útilegu. Rétt náði í Lightroom dinnerinn á Salt. Öldungis vel heppnað. Geiri var stjarna kvöldsins með sitt flotta Lost in Iceland og Icelander’s slide show. “The bar is high!” sögðu kanarnir og ljóst að menn voru verulega hrifnir. Maturinn var frábær og ekki spillti fyrir að sitja í félagskap við menn eins og Bill Atkinson. Ég spjallaði við hann lengi, en Bill er vægast sagt mjög sérstakur karakter, eins og við má búast af slíkum ofurnörd. Fyndið líka að hitta þessa snillinga eins og Russell Brown og Michael Reichmann. Það stóð svo til að Derrick Story myndi vera með mér í dag (gær reyndar þegar þetta er skrifað) að ljósmynda brúðkaup en hann varð að hætta við þar sem hann var ekki með eigin bíl og þurfti að fylgja hópnum í Reykholt. Ég veit ekki hvort ég nái að vera e-h meira með þeim. Hefði viljað spjalla meira við fleiri eins og Peter Krogh en hann er höfundur The DAM Book sem er mjög fín fyrir þá sem eru að spá í hvernig er gott að halda utan um myndir á stafrænu formi. Lokahófið á þessu Lightroom ævintýri verður í boði Apple búðarinnar á föstudaginn, en þá er ég norður í landi á leið í brúðkaup og get því ekki tekið þátt.
Husafell.jpg

Talandi um Norðurland þá fórum við enn og aftur á þessar slóðir í vikunni sem leið. Byrjuðum reyndar í Húsafelli eða öllu heldur Reyðarfellsskógi sem er rétt fyrir utan Húsafell. Það var svo pakkað í Húsafelli að það minnti á Verslunarmannahelgi. Hjólhýsa- og fellihýsavæðing landans orðin alveg ótrúleg. Það sést varla annað á “tjaldstæðunum” en hjólhýsi, húsbílar og risa fellihýsi. Flestir á nýjum Cruiser, F-350 eða jafnvel enn glæsilegri kerrum til að draga 8 metra hjólhýsin (ég er ekki að ýkja!). Einn var meira að segja með hundagirðingu fyrir rakkann! Við vorum þrjár nætur í Reyðarfellsskógi og fengum góðan félagsskap. Árni og Hildur komu og voru tvær nætur og svo mættu Andri Snær og Magga líka, sem endaði svo með því að við slógumst með þeim í för alla leið norður á Melrakkasléttu. Fyrsta myndin með þessum pósti er einmitt af sléttunni og hér er önnur sem er frá gönguferð um sléttuna.

Slettan2.jpg

Nú stendur svo til að fara aftur af stað á morgun, ásamt systrum mínum og börnum þeirra. Við stöldruðum rétt við í bænum svo ég gæti klárað tvö verkefni og svo af stað aftur. Og nú er það sko allsherjar fjölskylduútilega! Við fáum bara ekki nóg. Veit bara ekkert skemmtilegra en að ferðast um landið með fjölskyldunni. Er farið að langa ískyggilega mikið í góðan ferðajeppa (ekki F-350!!) Ég skulda ykkur ennþá að klára ferðasöguna frá Öræfaferðinni og svo ætla ég reyna að sýna ykkur fleiri myndir frá öðrum ferðum sumarsins. Þangað til næst…

4 thoughts

 1. Hæ, var að lesa vefinn þinn……
  bara að segja hæ…
  láttu mig vita af námskeiði haust…

  þú ert minn meistari 🙂

 2. Þrási: Já það er fallegt í Kinninni. Náðum þó ekki að fara í Útkinnina eins og við töluðum um. Næst?

  Ingþór: þeir eru ekki nærri nógu margir!

  Gulli: Ég ætla að sjá hvort ég nái ekki að púsla saman Lightroom námskeiði í haust.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *