Lightroom ævintýrið úti

lightroomadv.gif

Adobe Lightroom ævintýrið var mjög vel heppnað. Ég náði nú ekki að eyða neinum tíma með þessum snillingum öllum, nema rétt í upphafi þegar ég tók þátt í kvöldverði með þeim. Svona er þetta stundum með tímasetningar. Þetta hitti akkúrat á þá viku sem ég var búinn að taka frá fyrir löngu og þar við sat. Engu að síður ákaflega mikill heiður að vera boðið að taka þátt. Fyrir þá sem vilja kynna sér hvað þátttakendur hafa að segja eru hér nokkrir hlekkir sem fjalla um þessa daga:

Oreilly Digital Media
/ Derrick Story / Luminous-landscape

Macpro.gifSvo voru Apple menn að toppa sjálfa sig enn á ný. Mac Pro er kominn, fyrsti Intel örgjörva turninn frá Apple. Og engin smá maskína eins og búast mátti við. Það veitir víst ekki af reikniaflinu þessa daganna. Litlu point and shoot myndavélarnar eru fyrir löngu komnar í 10 Megapixlana (meira að segja símarnir líka) og fagmannastöffið frá PhaseOne, Hasselblad og Leaf komið vel yfir 30 MP. Þetta fer að verða eins og þegar ég var við nám í Danmörku. Þá var oft ljósmyndað á mun stærri filmur en prentað var. Þar var t.d. hakkbakkinn skotinn á 4×5″ blaðfilmu, mynd sem var kannski prentuð í 5 cm breidd! Nú fer það að verða þannig að atvinnuljósmyndarinn hefur upplausn í 70×100 cm passamynd – eða þannig. En það er aldrei nóg af pixlum svo sem.

3 thoughts

  1. Já Apple virðast aldrei ætla að hætta að toppa sjálfa sig, sem betur fer. Flottast finnst mér þó nýju fídusarnir í Leopard, Time Machine og Spaces. Ótrúlega sniðugt.

  2. Já er Leopard svolítið svalt? Ég hef ekki haft tóm til að skoða það almennilega. Ég er spenntur að sjá hvernig þessi fyrsta kynslóð af Intel turnum mun reynast. Laptop vélarnar hafa fengið vænan skammt af böggum og hitna all svakalega þegar þér eru látnar hafa fyrir hlutunum.

  3. Já, ég tek undir það. Ég á 2 mánaða MacBook Pro og það er fáránlegt hvað hún hitnar mikið þegar maður notar hana af krafti. Það er ekki einu sinni hægt að hafa hana í kjöltunni slíkur er hitinn. Annars er ég rosalega sáttur með hana. Er að keyra Photoshopið í gegnum Rosetta og samt er það að vinna jafn hratt og það gerir bara á Powerbook-num. Hlakkar til þegar Adobe klárar að Intel-væða Photoshopið. Þá mun vélin takast á loft býst ég við.

    Annars mæli ég alveg með því að skoða Leopard aðeins hér : http://www.apple.com/macosx/leopard/

    Einnig er hægt að horfa á mjög góða stefnuræðu á WWDC þar sem allir þessir hlutir eru útskýrðir : http://events.apple.com.edgesuite.net/aug_2006/event/index.html

    Þú afsakar ef þú ert búinn að skoða þetta allt nú þegar 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *