Hálendisferðir og hugmyndaflug

Halendisferdir.gifMig langar að benda þeim sem hafa áhuga á að skoða áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar á nýjan valkost. Ósk Vilhjálmsdóttir hefur stofnað fyrirtækið Hálendi – ferðaþjónusta sem býður nú tveggja daga ferðir í ágúst. Þessar ferðir ættu að henta öllum, því ekki er nein þörf á því að vera vanur göngumaður þar sem ferðin er aðeins tvegga daga og gist er í Snæfellsskála eina nótt. Nánar um ferðirnar hér. Ósk ætlar svo í framhaldinu að halda áfram að bjóða upp á ferðir um landsvæði sem eru í hættu sökum virkjanaáætlana. Frábært framtak sem ég tek ofan af fyrir.

hugmyndaflug.gifAnnar sem ég tek ofan af fyrir í dag er Ómar Ragnarsson. Hann ritað boðsbréf í Moggann í dag þar sem hann býður m.a Ríkisstjórninni og Forseta Íslands í fría dagsferð þar sem flogið er um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunnar. Ómar vill að þetta fólk sjái hið raunverulega áhrifasvæði, ekki bara útsýnið frá palli Landsvirkjunnar, sem er staðsettur þar sem eina útsýnið er stíflustæðið sjálft. Að koma þangað segir manni ekki mikið svo sem, enda hafa margir sem hafa ekið þangað upp eftir sagt mér að þetta sé nú bara urð og grjót. Ef maður fer ekki út úr jeppanum og leggur á sig að ganga aðeins er nefnilega ekki líklegt að maður sjái mikið annað. En ekki þarf að ganga langt frá bílnum til að sjá gróðurlendið sem stendur til að sökkva. Almenningur getur einnig farið í svipaðar ferðir með Ómari, sem mér skilst að sé búinn að setja óhemju fé í að geta boðið þessar ferðir. Á síðunni hans Hugmyndaflug segir: “Takmarkið er að enginn Íslendingur geti sagt í framtíðinni að hann hafi ekki átt þess kost að kynna sér þessa framkvæmd á þann eina hátt sem veitir einhverja yfirsýn yfir hana.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *