Hvíldardagur

Ahhh… mikið er gott að fá einn dag til að slaka alveg á. Ég var með brúðkaupstökur bæði á föstudag og laugardag og í báðum tilfellum var um athöfn, myndatöku og veislu að ræða. Lygilegt hvað það tekur á. Meira andlegt púl en líkamlegt – þó að lærvöðvarnir þurfi nú að hafa aðeins fyrir hlutunum líka (maður krýpur ansi mikið til að ná myndum bæði í athöfn og í veislunni). Skemmtileg brúðkaup og ég held að ég hafi náð prýðilegum myndum bara. Epson P-2000 græjan sem ég keypti fyrr í sumar er að koma rosa vel út í svona tökum. Fínt að þurfa ekki að plögga fartölvunni í samband til að tæma af kortunum. En eins og ég sagði var dagurinn í dag var kærkominn hvíldardagur. Við fjölskyldan tókum góða sundferð í Salalaug þeir Kópavogsbúa. Alveg ágætis laug bara, hér má sjá hvað Dr. Gunna finnst. Eftir sundsprett fórum við í brunch hjá mömmu. Massa brunch, mamma klikkar aldrei.

Þó að ég hafi skotið vel á þriðja þúsund ramma undanfarna daga tók ég nú með vélina í dag og smellti nokkrum af krökkunum. Ætli það sé ekki mín aðferð við að vinda ofan af mér.
Ari Carl

Ari Carl hress á settinu hjá ömmu og afa.

Manon

Manon frænka að spila á píanóið.

Báðar þessar myndir eru teknar með 50mm f/1.4 linsunni minni. Hún er snilld, myndin af Manon er tekin á f/2.8 og beint upp á móti stórum glugga. Það eru ekki hvaða gler sem er sem skila svona skerpu, sérstaklega á svona stóru ljósopi. Ég nota þessa linsu einmitt mjög mikið í brúðkaupum út af því hversu björt hún er. Mér leiðist að mynda með flassi (altså flassi á vélinni sjálfri) og forðast það eins og ég get. Því miður eru flestir veislusalir landsins hálfgerð svarthol. Þess vegna kemst maður oft ekki hjá því að nota flassið á vélinni. En ég hika ekki við að skjóta með þessari jafnvel alveg opinni á ISO 1600 í veislum. Nú er mig farið að langa mikið í nýju 85mm f/1.2 II og eins 35mm f/1.4L. Spurning um að selja bara 24-70 f/2.8L ef maður fer í það?

8 thoughts

 1. Já, þökk sé Þrása Rokk er þetta orðið standard svipur á drengnum þegar ég tek myndir af honum. Eins og sjá má finnst honum hann vera viðeigandi hvar sem er.

 2. svo er tobbi í beco búin að lofa nýrri útgáfu af gömlu og meingölluðu 50 mm f1.0 L fljótlega á markað (spurning hvort það gerist í köln)… leggjast á bæn hjá ljósmyndaguðnum

  hilsen

  benni

 3. Takk Benni. Veistu annars eitthvað um hvort það komi arftaki 1Ds Mark II? Hlýtur að vera, en það er spurning hvort við sjáum 22MP og stærri skjá? Það væri ekki leiðinlegt…

 4. Eina sem maður hefur heyrt af er vél sem á að brúa bilið milli 5D og 1Ds. 3D vélin. Verður að gaman að sjá hvað þeir gera núna. Það er kominn tími á einhverja “alvöru” breytingu frá þeim, þ.e.a.s. eitthvað annað en bara nýr skjár.

  Annars er ég ánægður með menn sem mynda mikið flash-laust. Leiðinlegt að sjá menn “eyðileggja” myndirnar sínar með flashi þegar það var engin þörf fyrir það.

 5. Já, var einmitt búinn að sjá þetta 3D dæmi. Finnst samt engin þörf á henni þannig lagað því munurinn á upplausn/gæðum á 5D og 1Ds Mark II er nánast enginn. En svo verður örugglega ekkert grín að búa til 22MP CMOS skynjara sem verður jafn hreinn þar sem pixlarnir þurfa jú að minnka enn frekar. Í raun er sárafátt sem ég þarf meira en 5D upplausn. Hins vegar væri maður alltaf til í meira D-Range.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *