Ljósmyndasýning á menningarnótt

Raudaflud.jpg

Það verður haldin ljósmyndasýning í portinu við hliðina á Hljómalind kaffihúsi í kvöld. Þar sem notast er við skjávarpa úti við verður líklega best að skoða þetta eftir kl 21.00. Þetta er samstarfverkefni nokkurra manna sem eiga það sameiginlegt að hafa farið í gönguferðir um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunnar. Hugmyndina átti Hugi Guðmundsson og það var Andri Snær sem kúplaði okkur svo saman. Óðinn Bolli Björgvinsson kemur einnig að þessu, smíðar m.a. ramma fyrir tjaldið og reddar búnaði. Ég lagði nokkrar myndir í púkkið og yfirfór efni frá öðrum. Ég var að vinna úr þessum myndum mínum í gær þegar ég ákvað að ég ætla aftur austur í næstu viku. Ég held nefnilega að ég sé kominn með grunn af þokkalegri sýningu og langar nú að fara aftur og taka meira til að þétta hana. Jafnvel splæsa í flug ef mögulegt er. Ég hvet ykkur öll til að leggja leið ykkar austur á Öræfin áður en Landsvirkjun byrjar að safna í Hálslón. Þið sjáið ekki eftir því. Hálendisferðir standa fyrir tveggja daga ferðum sem óhætt er að mæla með.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *