Óþolandi. Ég eyddi heilum degi í að leita að veskinu mínu. Öll fjögur kortin mín 2x debet og 2x kredit + ökuskírteinið týnt. Ég var búinn að fara yfir allt, rekja mig tilbaka í tíma (díses hvað það er snúið, furðulegt að maður skuli yfirleitt enda heima hjá sér á daginn miðað við hvað maður er vonlaus í að muna síðasta sólarhring) en allt kom fyrir ekki. Svo kemur konan og tekur smá rúnt og ta-ta! finnur helv… veskið. Týpiskt. Ég stakk upp á því að næst þegar ég týni einhverju leiti hún fyrst. Henni fannst það ekki alveg eins sniðugt og mér. Annars var þrefalda afmælið í dag. Hávaðinn var vel yfir sársaukamörkum. Þá er sko afmæli. Bjargey ljómaði eins og sólin enda fékk hún mikið af fallegum fötum og öðru krúsídóti. Tók ekki eina mynd í þessu afmæli. Var of upptekinn við að hugsa hvað ég gerði af andsk… veskinu!

4 thoughts

 1. Biddu Margréti endilega að hafa augun opin fyrir húslyklunum mínum, þeir eru búnir að vera týndir í nokkrar vikur. Ætli þetta sé eitthvað tengt aldri, þ.e. að týna svona hlutum.

 2. Geri það. Þarna er kannski næsta milljónahugmynd? Fólk væri örugglega til að borga svolítið fyrir að láta leita og finna fyrir sig… Nei ég held að þetta hafi ekkert með aldur að gera. Ég hef verið svona frá unga aldri… Bjargey virðist hafa erft þennan “hæfileika”.

 3. hmm, kannski er Margrét mágkona milljóna virði…? Þú leigir bara kjéllinguna út.

  Maður útí bæ: ,,ég finn ekki símann minn´´

  Manga mágkona ryðst inn..,,örvæntið eigi góði maður, ég skal finna símann´´!

  Gæti bara virkað helvíti fínt:-)

 4. Hvað get ég sagt. Ég er frábær drengir mínir.
  Árni, getur verið að lyklarnir þínir séu í vasanaum á tjaldinu?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *