Uppgv

Discovery.jpg

Það er opinbert. Ég er stolltur eigandi Land Rover Discovery. Eftir mikið ferðasumar á annars ágætum Citroen Xsara Picasso vorum við hjónin orðin ákveðin í því að við þyrftum að fá okkur jeppa til að komast t.d. meira inn á hálendið. Ég hef alltaf verið svolítið veikur fyrir Land Rover. Á yngri árum dreymdi mig um að eignast gamlan Defender. En sem allrahanda fjölskyldubíll er Discovery betri kostur. Dísel skyldi það vera, enda eru bensínvélarnar frá Rover ekki beint fyrir sparsama. Ég sá þennan bíl fyrir viku síðan og leist strax nokkuð vel á. Sendi hann í söluskoðun á meðan ég fór að ljósmynda brúðkaup á föstudeginum. Artic Trucks klikkuðu svo reyndar á því að skila bílnum og söluskoðunarskýrslunni fyrir mig á bílasöluna. Svo fór ég austur með Andra Snæ á sunnudagskvöldið. Þegar ég kom í bæinn aftur um miðja viku gat ég loks fengið söluskoðunina í hendurnar og þegar það lá fyrir að bílinn væri í góðu standi byrjaði ég að prútta um verðið. Varð reyndar ekkert prútt. Ég bauð 1.700 þús og því var tekið. Það var sett 2.090 þús á hann. Úps átti ekki alveg von á því og þá þurfti maður að byrja að reikna auðvitað. Ljóst að við urðum að losna við Citroen-inn, en hann er í rekstraleigu sem flækir málið svolítið. Sem betur fer er staðan á samningnum alveg þokkaleg, þannig að það er ekki svo skelfilega dýrt að losna ári fyrr út úr samningnum. Þurfti reyndar að beita mér aðeins til að fá Brimborg til að taka bílinn, því þeir eru víst með góðan lager þessa daganna og því fékk ég fyrst í stað þau skilaboð að þeir sæju sér ekki fært að taka hann aftur. Kom sér því vel að vera með sambönd (Takk Hjálmar). En það ríkir sem sagt mikil gleði með Uppgvötarann. Hann mun örugglega standa undir nafni fyrir fjölskylduna og hjálpa okkur að uppgvöta enn fleiri fallega staði á Íslandi. Fyrir bílaáhugamenn er þetta sem sagt Discovery Series II Td5 sem er 5 cylindra dísill, ca 140 hestar og sjálfskiptur. Hann er ennfremur skráður 7 manna, með auka sætum aftur í (sem vakti mikla lukku hjá börnunum) og svo er loftpúðafjöðrun til að hækka og lækka hann ef þarf. Innanrýmið er prýðilegt, börnin sitja hátt og sjá því vel út, 3ja punkta belti á öllum sætum og meira að segja höfuðpúðar fyrir þriðja farrými sem koma niður úr loftinu. Það þarf aðeins að dytta að honum, bletta aðeins og þrífa almennilega og þá er hann alveg orðinn massa fínn! Uppgvötarinn var því ofur afmælisgjöfin okkar í ár, en við erum þrjú af fimm í fjölskyldunni sem eigum afmæli í ágúst. Til hamingju Lundar og Rúnarsdóttir.

2 thoughts

  1. jesss, til hamingju með jeppan og velkominn í hóp sannra karlmanna:) hehe. þetta eru snilldarbílar fyrir ljósmyndaran, thumbs up

    bestu kveðjur

    benni

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *