Ich hasse Drucker

Ég var að velta einu fyrir mér. Getur verið að þeir sem skrifa prentrekla séu þroskaheftir? Er Epson kannski bara verndaður vinnustaður? Ég er að missa vitið yfir því hversu margir böggar geta verið í einum og sama prentreklinum. Það fara heilu og hálfu dagarnir reglulega í það hjá mér að finna út úr e-h fáranlegu bulli varðandi prentarana mína. Svo fór ég að hugsa. Þetta hefur alltaf verið svona. Ég man eftir því fyrir mörgum árum þegar pabbi var að innleiða stafræna skráningu á myndasafninu sínu, þá voru prentvandamál að stríða þjóðverjanum sem var að setja upp kerfið. Pabbi er mjög nýjungagjarn maður og á þessum tíma var eina ljósmyndasafnskerfið skrifað á unix, eða jafnvel e-h xenix kerfi sem er meira að segja pre-unix (það var ekki komið Windows einu sinni). Kerfið var þýskt og það gekk sem sagt betur að þýða það yfir á íslensku en að fá prentarana til að virka! Þá féll þessi fleyga setningu hjá þýskaranum – Ich hasse Drucker! Hann var froðufellandi af bræði við að reyna að fá helv… prentarana til að virka. Ég man að ég var svakalega hneykslaður á þessu. Hann hljómaði eins og SS-stormtrooper þegar hann gargaði þetta. En í dag skil ég hann mjög vel. Ég verð sjaldan eins brjálaður eins og þegar prentarar virka ekki eins og þeir eiga að gera. Enda sagði dóttir mín víst einu sinni að pabbi væri alltaf svo pirraður þegar hann væri að prenta.

2 thoughts

 1. ahh, Svili minn kæri, ég sendi hluti í viðgerð, þeir voru einmitt að hringja í mig frá Opnum kerfum,

  Viðgerðarmaðurinn: ,,það er búið að gera við skannann´´.

  Þrási: nú, já, gott að heyra, hvað var málið?

  Viðgerðarmaður: Það var smá bilað, við bara löguðum það!

  Þrási: já, einmitt, en hvað var bilað?

  Viðgerðarmaður: Það er búið að laga þetta núna.

  Þrási: einmitt, já,

  Bastard!

 2. Ég verð sjaldan eins brjálaður eins og þegar prentarar virka ekki eins og þeir eiga að gera. Enda sagði dóttir mín víst einu sinni að pabbi væri alltaf svo pirraður þegar hann væri að prenta.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *