Ich liebe Brautjungfern

brudarmeyjar
Og nú yfir í eitthvað allt annað. Mér finnst ég vera búinn að vera eitthvað svo negatívur í síðustu færslum. Best að gera eitthvað í því. Svona skvísur koma manni alltaf í gott skap. Þessar stöllur voru brúðarmeyjar í brúðkaupi í Garðinum í lok júlí og stóðu sig með prýði. Ég er einmitt að leggja lokahönd á þetta brúðaralbúm. Það er búið að vera það þétt bókað hjá mér í sumar að það úrvinnslutíminn slagar alveg upp í mánuðinn. Almennt reyni ég að skila innan tveggja vikna en ferðalög sumarsins settu svolítið strik í reikninginn. Annars hefur enginn verið að kvarta (sem betur fer). Brúðkaups seasonið er farið að teygja sig fram eftir öllu hausti. Ekki svo að skilja að enginn gifti sig á veturnar, en það er ljóst að meirihluti fólks vill gifta sig yfir sumarmánuðina. Stundum eru kirkjurnar svo þétt bókaðar að maður mætir í athöfn svona 20 mínútur fyrir og þá eru hin brúðhjónin sem voru á undan ennþá á tröppunum! Svo hefur maður séð undir iljarnar á prestunum, jafnvel að drífa sig á undan brúðhjónunum til að ná í næstu athöfn. Já það er ekki tekið út með sældinni að vera sætur giftingaprestur, eða þannig…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *