Ef ég ætti tvíbura…

twins.jpg
…þá myndu þeir líta svona út.

Þessi var tekin í dag í Smáralindinni. Já, við erum svo mikið menningarfólk að skunda í Smáralind á laugardegi. Ég og aðrir nýbúar vorum þar í kippum alveg. Væri gaman að vita hversu margir Pólverjar eru orðnir hér á landi. Þeir virðast alla vega aðlagast Íslandi vel og taka upp neysluvenjur landans – sbr. fjölda þeirra Smáralind í dag. Held nú samt að við gætum lært mikið meira af þeim en þeir af okkur. Það er alltaf talað um að Íslendingar séu svo dugleg þjóð. Ég hugsa að Pólverjar geti kennt okkur eitt og annað varðandi vinnu. Það klikkar ekki að ef maður heyrir af því að e-h hafi fengið Pólverja til að vinna fyrir sig er það alltaf á eina leið: Verkið unnið á tilsettum tíma, gæði vinnunar í lagi og það á sanngjörnu verði (líkast til svart reyndar). Spurning hvort íslenskir iðnaðarmenn fái “mjúka lendingu” þegar þennslan hættir?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *