Augnablik á öræfum

hingad

Jæja, þá loksins hef ég lokið við að setja saman ljósmyndasýninguna “Augnablik á Öræfum“. Sýninguna tileinka ég þeim Ástu Arnardóttur og Ósk Vilhjálmsdóttur, fararstjórum hjá Augnabliki sem hafa gefið mörg hundruð manns tækifæri á að kynna sér Öræfin við Snæfell og áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar á sinn einstaka hátt. Hér getur þú skoðað ríflega 80 ljósmyndir frá þessu einstæða svæði á meðan þú hlustar á tónlist eftir Damien Rice, sem lagði sitt af mörkum á tónleikunum “Ertu að verða náttúrulaus?” sem haldnir voru í Laugardalshöll þann 7.janúar í ár.

12 thoughts

 1. Sæll Chris

  Ég vildi bara þakka þér kærlega fyrir að setja þetta svona saman í video og færa manni frítt sama hvar í heiminum maður er staddur.

  Ég hafði virkilega gaman af þessum myndum og þegar þetta var komið í flæði með tónlistinni þá hefur þetta mikil og sterk áhrif.

  Virkilega flott verk og áhugavert, takk fyrir mig.

  Kveðja,
  Óskar Páll

 2. Ég skoðaði þetta í gærkvöldi, afskaplega margar áhrifamiklar myndir í þessari seríu.

  Ég var að velta því fyrir mér hvort þú værir með staðsetninguna á myndunum á hreinu. Ég held það væri fróðlegt að setja þetta á kort, svipað og flickr er að bjóða upp á, þannig að maður gæti smellt á staðsetningu á korti og séð mynd af svæðinu.

  Slíkt gæti orðið afar fróðlegt þegar stór hluti svæðisins er kominn undir lón.

 3. Sæll Matti og takk fyrir. Ég er með staðsetningu á flestum myndum nokkuð á hreinu. Svona eftir á að hyggja hefði maður þurft að vera með GPS tæki til að hafa það alveg nákvæmt. Takk fyrir að benda mér á þetta, ég ætla að tékka á þessu. Ef þú skoðar vefgallery-ið getur þú fengið myndatexta við myndirnar líka.

 4. Takk fyrir góða og skemmtilega myndasýningu. Upplifði ferðina aftur. Vonandi sjá sýninguna sem flestir. Ætla ekki að liggja á mínu liði, ætla að vísa fólkið á sýninguna.

  Bið að heilsa Margréti,
  kær kveðja, Anna (ferðafélagi úr Augnabliki)

  P.s. Mjög skemmtileg bloggsíða, kíki alltaf öðru hverju og yfirleitt skelli ég upp úr :-).

 5. Takk aftur fyrir mig!

  Þetta er jafnvel enn átakanlegra með þessi loka orð. Hingað og ekki lengra myndin er frábær.

  Langar líka að benda á grein í Lifandi Vísindi núna, þar sést svart á hvítu (reyndar rautt á grænu en..) hversu lítið ósnortið land við eigum.. Eða um 17% af öllum heiminum. Námur og stíflur eru ekki innifaldar í því vegna þess hve erfitt er að fá upplýsingar og erfitt að mæla áhrif frá gerfihnetti.

  Þetta er allt saman svakalegt. Hvernig knýr maður á þjóðaratkvæða greiðslu? 🙁

  -Baldur Már

 6. Sæll Chris
  Alvegi er það sorglegt hvað þeir eru búnir að gera við landi og eiga eftir að gera. Ég fór bara að gráta þegar ég horfið á þessar líka frábæru, mögnuðu og dásamlegu myndum sem þú hefur tekið. Ekki skemmdi tónlistin fyrir.
  Takk fyrir mig!
  Kveðja
  Nanna Þ

 7. Heill og sæll Chris.
  Þakka þér kærlega fyrir áhrifaríka sýningu. Myndirnar þínar eru góðar og tónlistin passar afskaplega vel við.
  Ég fór í tveggja daga ferð um svæðið í lok ágúst með Augnabliki/Hálendisferðum og það var sterk upplifun. Svipað og þú lýsir á blogginu hérna. Það er ótrúlegt til þess að vita að þessar náttúruperlur séu lítils/einskis virði í augum margra, ekki síst ráðamanna.
  Svo finnst mér alveg merkilegt hvað fáir svara staðhæfingum um að það séu nú bara tilfinningaleg rök sem beitt er af þeim sem gagnrýna verknaðinn. Landeyðendur telja að tilfinningarök séu veik og standist ekki röksemdir fjármagns og framfara sem séu hlutlæg vísindi. Þetta er tómt bull. Rök þeirra sem telja landið lítils virði byggjast ýmist á ótta eða græðgi, sem hvoru tveggja eru jafn “óraunsæjar” tilfinningar og náttúrverndarsinnar nota. Græðgin skýrir sig sjálf en óttinn getur verið margþættur. Líklegast að hann sé í þessu máli ýmist við að missa af eigin velmegun eða þjóðarinnar. Sá ótti er trúlega ástæðulaus eins og Andri Snær hefur svo snilldarlega sett fram í Draumalandinu. Auk þess sem áhöld eru uppi um arðsemi og atvinnusköpun sem ósköpunum fylgja.
  Virkjunarsinnar stjórnast ekkert síður af tilfinningum en náttúruverndarsinnar. Það eru bara aðrar tilfinningar sem fá forgang. Og þeir sem ekki hafa sterkar skoðanir í málinu eru hræddir af landeyðendum með því að ef við ekki virkjum verði atvinnuleysi og eymd yfirvofandi. Sem sagt spilað á tilfinningar manna frekar en að mál séu krufin til mergjar.
  Takk fyrir þitt framlag.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *