Jólagjöfin í ár?

eliot_bw.jpg

Falleg ljósmynd af barnabarninu er snilldar jólagjöf fyrir ömmur og afa. Oft er erfitt að finna góða gjöf fyrir eldri kynslóðina. Get ekki ímyndað mér hvað eldri menn fá t.d. oft bindi eða náttföt í jólagjöf. Örugglega skelfilega ellilegt að fá alltaf náttföt. Já, hann er svo mikið í rúminu og svona…

Með haustinu aukast barnamyndatökurnar, en yfirleitt er fólk aðeins of seint á ferðinni. Þá á ég við of seint til þess að hægt sé að stóla á útimyndatöku. Í nóvember og desember er nefnilega allra veðra von og skammdegið skollið á. Haustið er hins vegar tilvalinn tími til að ljósmynda úti við, oftast ágætis veður og umhverfið litríkt. Það er svo miklu skemmtilegra að ljósmynda börn úti við að leika sér heldur en í sparigallanum í studio.

Spáðu í þetta ef þú veist ekki hvað þú átt að gefa foreldrum þínum í jólagjöf. Nú, ef þú átt ekkert barn er bara að leigja sér eitt. Bara grín.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *